2016
Sönn í trú þeirra
júlí 2016


Æskufólk

Sönn í trú þeirra

Monson forseti segir frá brautryðjendafjölskyldu einni og vitnar síðan í George Albert Smith forseta: „Munið þið vera sönn trú áa ykkar? … Keppið að því að vera verðug allra fórna [þeirra] í ykkar þágu.” Leitið þið fyrirmynda um trú, handleiðslu og styrk, hvort sem þið eigið áa sem brautryðjendur eða eruð fyrstu kynslóðar-meðlimir í kirkjunni? Hér er góð leið til að byrja á því:

1. Skráið nöfn þeirra sem vekja aðdáun ykkar. Þeir geta verið eigin fjölskyldumeðlimir (lifandi eða látnir), vinir, kirkjuleiðtogar eða persónur í ritningunum.

2. Skráið hina góðu eiginleika sem þeir búa yfir og vekja ykkur aðdáun. Er móðir ykkar einstaklega þolinmóð? Kannski á vinur ykkar auðvelt með að sýna öðrum góðvild? Getur verið að þið dáist að hugrekki Morónís hershöfðingja?

3. Veljið einn eiginleika sem þið skráið og spyrjið ykkur sjálf: „Hvernig get ég öðlast þennan eiginleika? Hvað þarf ég að gera til að tileinka mér hann?“

4. Skráið áætlun um hvernig þið hugsið ykkur að tileinka ykkur þennan eiginleika og setjið hana á áberandi stað, til að minna ykkur á markmið ykkar. Biðjið himneskan föður um liðsinni og metið framfarir ykkar reglubundið. Þegar ykkur finnst þið hafa tileinkað ykkur þennan eiginleika nægjanlega, veljið þá annan góðan eiginleika til að vinna með.

Hafið í huga að þegar við tileinkum okkur góða eiginleika, erum við ekki aðeins að heiðra trú og fórnir áa okkar, heldur getum við líka haft áhrif á aðra til góðs.