2017
Tilgangur Líknarfélagsins
January 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, janúar 2017

Tilgangur Líknarfélagsins

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla.

Ljósmynd
Relief Society seal

Trú, fjölskylda, líkn

Tilgangur Líknarfélagsins er að „búa konur undir blessanir eilífs lífs,“ sagði Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins.1 Það er fyrir trú, fjölskyldu og líkn sem við tökumst á við okkar „mikilvæga hluta í verkinu.“2

„Starf Líknarfélagsins er stundlegt og andlegt,“ sagði Carole M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. „Það er einmitt það sem konurnar gerðu á tímum frelsarans og því verki höldum við áfram.“3

Þegar við hugsum um Samversku konuna við brunninn, sem lagði frá sér vatnskerið og hljóp til að segja öðrum frá því að Jesús væri spámaður (sjá Jóh 4:6–42), eða um Föbe, sem fúslega þjónaði öðrum alla ævi (sjá Róm 16:1–2), þá sjáum við fordæmi kvenna á tímum frelsarans, sem voru virkar í því að koma til Krists. Það er hann sem lýkur upp fyrir okkur dyrum eilífs lífs (sjá Jóh 3:16).

Þegar við hugsum um brautryðjendasystur okkar í Nauvoo, Illinois, sem komu saman á heimili Söruh Kimball árið 1842, til að skipuleggja eigið félag, þá sjáum við áætlun Guðs um að gera Líknarfélagið að veruleika og samverkamönnum prestdæmisins. Eftir að Eliza R. Snow hafði dregið upp stjórnskrá, fór spámaðurinn Joseph Smith yfir hana. Honum varð ljóst að kirkjan væri ekki fullmótuð fyrr en konurnar hefðu komið skipulagi á sig. Hann sagði Drottin hafa meðtekið tilboð þeirra, en til væri betri kostur. „Ég mun koma skipulagi á konurnar undir prestdæminu, að fyrirmynd prestdæmisins,“ sagði hann.4

„Líknarfélagið átti ekki að vera eins og hvert annað kvenfélag sem reyndi að koma góðu til leiðar í heiminum. Það var einstakt Það var ‚betri kostur,‘ því það var skipulagt undir valdi prestdæmisins. Stofnun þess var nauðsynlegur þáttur í því að þróa verk Guðs á jörðu.“5

Fleiri ritningargreinar og upplýsingar

Kenning og sáttmálar 25:2–3, 10; 88:73; reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. Linda K. Burton, í Sarah Jane Weaver, „Relief Society Celebrates Birthday and More March 17,“ Church News, 13. mars 2015, news.lds.org.

  2. Linda K. Burton, í Weaver, „Relief Society Celebrates Birthday.“

  3. Carole M. Stephens, í Weaver, „Relief Society Celebrates Birthday.“

  4. Joseph Smith, í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 11–12.

  5. Daughters in My Kingdom, 16.