2020
Nota Kom, fylg mér í hirðisþjónustu
September 2020


„Nota Kom, fylg mér í hirðisþjónustu,“ Líahóna, September 2020

Ljósmynd
þjónusta

Reglur hirðisþjónustu, september 2020

Nota Kom, fylg mér í hirðisþjónustu

Hvernig getur Kom, fylg mér gert ykkur mögulegt að hafa áhrif á líf fólks?

Hvort sem þið eruð með fjölskyldu ykkar, í námsbekk sunnudagaskólans sem kennari eða nemandi eða í skóla, á vinnustað eða hvar sem er annarstaðar, þá býður ritningarnám í Kom, fylg mér upp á ríkuleg tækifæri til að þjóna öðrum. Hvað sem öllu líður, þá er kennsla „meira en að leiða umræður á sunnudögum; í henni felst að þjóna öðrum af kærleika og blessa þá með fagnaðarerindinu.“1

Tengjast nemendum

Þegar Ofelia Trejo de Cárdenas var kölluð til að kenna ungu fullorðnu fólki í deild sinni í Mexíkóborg, fannst henni náið samband við hvern nemanda sinn í sunnudagaskólanum myndi auka hæfni hennar til að kenna þeim og stykja þá.

„Ef samband mitt er ekki náið við nemendur mína og ef þeir skynja ekki elsku mína, gætu þeir átt erfitt með að trúa mér þegar ég kenni eða gef vitnisburð minn,“ sagði hún. „Þeim gæti fundist ég einungis vera sunnudagaskólakennari.“

Hvernig gat systir Cárdenas þróað slíkt samband, þótt hún kenndi einungis einu sinni aðra hverja viku? Tæknin var svarið sem hún fann. Með því að nota smáforritið WhatsApp, voru hún og nemendur hennar brátt í daglegu sambandi með texta- og hljóðskilaboðum. Sjálfboðaliði í bekknum sendir nú á hverjum degi hinum í bekknum ritningarvers úr næstu lexíu, ásamt persónulegri, efnistengdri hugleiðingu, fyrir komandi sunnudag. Eftir að hafa lesið versið og hugleiðinguna, svara nemendur með eigin hugleiðingum.

„Þegar þau lesa ritningarversið, senda þau broskarl, til vitnis um að þau hafi lesið eða lært ritningarnar og hugleitt efnið,“ sagði systir Cárdenas. Þegar sunnudagskennslan hefst næst, eru nemendurnir búnir undir þátttöku.

Þetta daglega samband blessaði nýverið einn ungan mann, sem átti foreldra sem voru ekki virkir í kirkjunni.

„Ég nýt þess að sjá hann koma í kirkju, því ég veit að hann þurfti að takast á við nokkrar áskoranir til að vera þar,“ sagði systir Cárdenas. „Ég er viss um að ritningarversin og hugleiðingarnar sem samnemendur hans sendu frá sér og versin og hugleiðingarnar sem hann sjálfur sendi, þegar að honum kom, hafa styrkt hann heilmikið.“

Systir Cárdenas sagði að þjónustan með notkun ritninganna hafi ekki einskorðast við sunnudagslexíuna og daglegt ritningarsamband hennar.

„Undirbúningur minn felst í því að ég bið fyrir nemendum mínum,“ sagði hún. „Ég hugsa ekki bara um þau á sunnudögum, heldur líka á öllum dögum vikunnar. Hvert þeirra hefur sínar sérstöku og ólíku þarfir. Hvert þeirra er barn Guðs. „Ég hugsa um þau þegar ég undirbý lexíurnar mínar.“

Hún hlustar líka þegar hún kennir – bæði á nemendur sína og á heilagan anda.

„Andinn er kennarinn,“ sem hún skynjar oft af máli nemenda sinna. „Ég verð að halda fullri athygli, því það sem þau segja er opinberun sem andinn veitir þeim.“

Námsbekkur okkar er „eins og kvöldstund heima“

Carla Gutiérrez Ortega Córdoba finnst hún blessuð að vera í sunnudagaskólabekk systur Cárdenas, vegna kærleikans og þjónustulundarinnar sem þar ríkir. Carla segir nokkra þætti stuðla að slíku andrúmslofti, svo sem:

  • Undirbúningur: Að miðla ritningarversum og hugsunum, hjálpar nemendum að búa sig undir næstu kennslustund. „Dagleg ritningarvers endurnæra okkur og auka þekkingu okkar,“ útskýrði hún.

  • Undirbúningur: „Við tölum öll. Það gerir mér kleift að þekkja betur nemendur mína, sem vini og bræður og systur.“

  • Kærleikur: „Systir Cárdenas leiðir okkur. Námsbekkurinn okkar er eins og kvöldstund heima, með mörgum bræðrum og systrum. Hann er afar sérstakur.“

  • Heilagur andi: „Í námsbekknum ríkir samlyndi og góður andi, því við erum á sömu blaðsíðu með andanum.

  • Vitnisburður: „Kom, fylg mér hefur gert mér mögulegt að vera viðbúin því að miðla vitnisburði mínum. Þekking mín er meiri á Mormónsbók og Biblíunni. Það gerir mér mögulegt að miðla því sem ég læri með nemendum mínum, í skóla og á vinnustað.“

Huga að andlegum þörfum í hirðisþjónustu

Þegar Greg og Nicky Christensen, frá Kentucky, Bandaríkjunum, lásu um sáttmála Abrahams í ritningunum með þremur sonum sínum, fannst þeim erfitt að útskýra hann fyrir þeim. Þau ákváðu sem fjölskylda að þau skyldu hvert fyrir sig læra um sáttmála Abrahams og síðan miðla því sem þau lærðu.

„Nokkrar áhugaverðar ábendingar komu upp,“ sagði Greg. „Átta ára sonur okkar lærði að nafn Abrahams hefði áður verið Abram. Nafni hans var breytt, því hann lofaði Drottni að snúa frá syndum sínum og lifa réttlátu lífi. Það var virkilega óvænt að hann skyldi koma fram með þetta.“

Þau lærðu öll eitthvað nýtt og áttu góðar samræður um hvað felst í sáttmála Abrahams og hver merking hans er fyrir Síðari daga heilaga á okkar tíma.

„Við létum ritningarnar ganga á milli okkar og skiptumst á við að lesa ritningarvers í ritningarnámi fjölskyldunnar,“ sagði Nicky. „Kom, fylg mér hentar betur til að kenna með andanum. Þegar við lesum saman núna, skynja ég hljóða rödd andans um að leiða umræðurnar inn á aðrar brautir, byggt á þörfum fjölskyldu okkar.“

Að nota Kom, fylg mér hefur ekki aðeins hjálpað fjölskyldu þeirra að vera áhugasamari um ritningarnámið, heldur hefur það líka hjálpað Greg og Nicky að huga að andlegum þörfum barna sinna.

Kom, fylg mér hjálpar mér að kenna börnunum mínum,“ sagði Nicky. „Efnið hjálpar mér líka að takast á við ólíkar áskoranir, sem ég hef stundum varðandi börnin mín. Mér finnst ég betur samstillt andanum, ég hlusta betur og hef hlotið hughrif um hvernig ég get hjálpað hverju barnanna.“

Greg nýtur þess hvernig Kom, fylg mér hjálpar fjölskyldunni að hafa lengri trúarlegar umræður. „Synir okkar búa allir að mismikilli trúarlegri þekkingu,“ sagði hann.. „Kom, fylg mér hefur séð okkur fyrir leið til að hjálpa hverjum þeirra að læra, byggt á þörfum þeirra. Að sjá þá vaxa að elsku til fagnaðarerindisins og finna út hvernig þeir geta tileinkað sér trúarlega þekkingu sína, hefur verið dásamleg blessun.“

Heimild

  1. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2019) 19.