Námshjálp
ÞJS, 2. Pétursbréf 3


ÞJS, 2. Pétursbréf 3:3–13. Samanber 2. Pétursbréf 3:3–13

Á síðustu dögum munu margir afneita Drottni Jesú Kristi. Þegar hann kemur munu miklar hamfarir eiga sér stað. Ef við stöndum stöðug í réttlæti munum við erfa nýja jörð.

3 Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar, er stjórnast af eigin girndum.

4 Afneita Drottni Jesú Kristi og segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu verður allt að standa eins og það hefur ávallt staðið, eins og frá upphafi sköpunarinnar.

5 Viljandi gleyma þeir því, að til forna voru himnar og jörðin, í vatni og upp úr vatni sköpuð fyrir orð Guðs.

6 Og fyrir orð Guðs gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst —

7 En himnarnir, og jörðin eins og hún nú er, geymast fyrir hið sama orð og varðveitast eldinum til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast.

8 En varðandi komu Drottins, þér elskuðu, þetta eitt má ykkur ekki vera ókunnugt um, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur.

9 Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið og komuna, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur gagnvart okkur, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar

10 En dagur Drottins mun koma sem þjófur að nóttu, og þá munu himnarnir leika á reiðiskjálfi og jörðin mun einnig nötra og fjöllin bráðna og með miklum gný líða undir lok. Frumefnin verða fyllt af brennandi hita og jörðin mun einnig fyllast og þau spillandi verk, sem á henni eru, upp brenna.

11 Ef allt þetta tortímist þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni,

12 Væntið þér og undirbúið fyrir komudag Drottins, en vegna hans munu spillanlegir hlutar himnanna loga og leysast í sundur og fjöllin bráðna af brennandi hita.

13 En ef vér munum halda út allt til enda, verðum vér vernduð eftir fyrirheiti hans. Og vér væntum nýrra himna og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti ríkir.