Námshjálp
ÞJS, Postulasagan 22


ÞJS, Postulasagan 22:29–30. Samanber Postulasagan 22:29–30

Hersveitarforinginn leysti bönd Páls.

29 Þeir, sem áttu að yfirheyra hann, viku nú jafnskjótt frá honum. Og hersveitarforinginn varð hræddur, er hann varð þess vís, að það var rómverskur maður, sem hann hafði látið binda, og leysti hann úr böndum sínum.

30 Daginn eftir vildi hann ganga úr skugga um, fyrir hvað Gyðingar kærðu hann, fyrir því bauð hann að æðstu prestarnir og allt ráðið kæmi saman. Síðan kom hann ofan með Pál og leiddi hann fram fyrir þá.