Námshjálp
ÞJS, 1. Mósebók 19


ÞJS, 1. Mósebók 19:9–15. Samanber 1. Mósebók 19:8–10

Lot stenst ranglæti Sódómu og englar vernda hann.

9 Og þeir sögðu við hann: Haf þig hægan. Og þeir voru honum reiðir.

10 Og þeir sögðu sín á meðal: Þessi eini maður kom til að dveljast meðal vor og hann gjörir sig nú að dómara. Vér munum nú leika hann enn verr en þá.

11 Þeir sögðu því við manninn: Vér viljum hafa mennina og dætur þínar einnig. Og vér munum gjöra við þau sem oss gott þykir.

12 Þetta var að hætti ranglætis Sódómu.

13 Og Lot sagði: Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég bið yður, leyf mér að biðja bræður mína að ég þurfi ekki að leiða þær út til yðar og þér munuð ekki gjöra við þær sem yður gott þykir —

14 Því að Guð mun ekki réttlæta þjón sinn í þessu. Leyf mér því að biðja bræður mína, í þetta eina sinn, að þér gjörið þessum mönnum ekkert, að þeir megi vera í friði í húsi mínu, því að til þess komu þeir undir þakskugga minn.

15 Og þeir reiddust Lot og gengu nær til að brjóta upp dyrnar, en englar Guðs, sem voru helgir menn, réttu fram hönd sína, drógu Lot inn til sín í húsið og lokuðu dyrum.