Námshjálp
ÞJS, Opinberunarbókin 12


ÞJS, Opinberunarbókin 12:1–17. Samanber Opinberunarbókin 12:1–17

Jóhannes útskýrir tákn konunnar, barnsins, járnstangarinnar, drekans og Mikaels. Stríðið, sem hófst á himnum, heldur áfram hér á jörðu. Takið eftir breyttri röð á versunum í ÞJS.

1 Og tákn mikið birtist á himni, í líkingu hins jarðneska: Kona klædd sólinni og tunglið undir fótum hennar, og á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum.

2 Og konan var þunguð og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum.

3 Og hún ól sveinbarn, sem stjórna átti öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs og hásætis hans.

4 Og annað tákn birtist á himni: Og sjá, mikill dreki rauður, með sjö höfuð og tíu horn og sjö kórónur á höfðum sér. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Og drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, reiðubúinn að gleypa barn hennar, þá er það var fætt.

5 En konan flýði út á eyðimörkina, þar sem Guð hafði búið henni stað og þar sem séð verður fyrir þörfum hennar í eitt þúsund og tvö hundruð og sextíu ár.

6 Og stríð var á himni: Míkael og englar hans börðust við drekann, og drekinn og englar hans börðust við Míkael —

7 En drekanum tókst ekki að sigra Míkael, eða barnið, eða konuna, sem var kirkja Guðs, sem laus var við þjáningar sínar, og leiddi fram ríki Guðs vors og Krists hans.

8 Ei var þar heldur rúm á himni fyrir drekann mikla, sem varpað var burt, hinn aldna höggorm, sem kallast djöfullinn, og einnig kallaður Satan, og blekkir allan heiminn. Honum var varpað til jarðar og englum hans var varpað út með honum.

9 Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi Krists hans.

10 Því að niður var varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt.

11 Því að þeir hafa sigrað hann með blóði lambsins og með orði vitnisburðar síns, því að eigi var þeim lífið svo kært, heldur héldu vitnisburðinum allt til dauða. Fagnið því, ó himnar, og þér sem í þeim búið!

12 Og eftir þetta heyrði ég aðra rödd segja: Vei sé íbúum jarðar, já, og þeim sem dvelja á eyjum sjávar! Djöfullinn er stiginn niður til yðar, reiður mjög, því að hann veit, að hann hefur aðeins nauman tíma.

13 Og er drekinn sá að honum var varpað niður á jörðina, ofsótti hann konuna, sem alið hafði sveinbarnið.

14 Því voru konunni gefnir tveir vængir af erninum mikla, til þess að hún skyldi fljúga á eyðimörkina til síns staðar, þar sem hún verður nærð um stund, og stundir, og hálfa stund, fjarri augsýn höggormsins.

15 Og höggormurinn spjó vatni úr munni sér á eftir konunni, eins og flóð væri, til þess að hún bærist burt með straumnum.

16 En jörðin kom konunni til hjálpar, og jörðin lauk upp munni sínum og svalg vatnsflóðið, sem drekinn spjó úr munni sér.

17 Því reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra niðja hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú Krists.