2010
Patríarkablessun þín
febrúar 2010


unglingar

Patríarkablessunin þín

Monson forseti líkir patríarkablessuninni við „þína eigin Líahóna sem markar leið þína og leiðbeinir þér.“ Hvað er eiginlega þessi blessun og hvernig getur hún hjálpað við að leiða líf þitt?

Hvað er patríarkablessun?

Blessunin þín hefur tvíþættan megintilgang. Í fyrsta lagi mun hún lýsa yfir ætterni þínu, hvaða ættkvísl Ísraels þú tilheyrir. Í öðru lagi mun hún innihalda upplýsingar til að leiðbeina þér. Blessuninn þín geta geymt loforð, hvatningar og aðvaranir.

Á hvaða aldri ætti ég að vera þegar ég meðtek blessun mína?

Það er enginn fyrirfram ákveðinn aldur, en þú ættir að hafa náð nægilegum aldri til að kunna að meta heilagt eðli blessunarinnar. Margir meðlimir fara að huga að því að meðtaka blessun sína snemma á táningsaldri.

Hvernig meðtek ég blessunina?

Fyrst þarf að ræða við biskup eða greinarforseta. Ef þú ert tilbúin(n) og verðug(ur) þá munt þú hljóta meðmæli. Þar á eftir er hægt að fá tíma hjá patríarkanum á þínu svæði.

Hvað geri ég með blessunina mína?

Geymdu hana á öruggum stað og lestu hana reglulega. Munið að patríarkablessun ykkar er helg og persónuleg. Þið megið deila henni með nátengdum fjölskyldu meðlimum en þið ættuð ekki að deila henni opinberlega. Allar blessanir sem nefndar eru í patríarkablessun þinni grundvallast á staðfestu þinni og á tímasetningu Drottins.