2010
Að stjórna auðlindum viturlega og halda sig frá skuldsetningu
febrúar 2010


Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2010

Að stjórna auðlindum viturlega og halda sig frá skuldsetningu

Kennið þessar ritningargreinar og tilvitnanir í bænaranda eða aðrar reglur, ef þörf er á því, sem verða systrunum sem þið heimsækið til blessunar. Berið vitni um kenninguna. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og hvað þær hafi lært.

Stjórnun auðlinda

„‘Forsjálni’… felur í sér [varðveislu] auðlinda okkar, viturlega stjórnun fjármála, ráðstafanir til að halda góðri heilsu og afla sér fullnægjandi menntunar og atvinnuþjálfunar, með sérstaka áherslu á heimilisiðnað og birgðasöfnun svo og að temja sér tilfinningalegan styrk. … En ef við erum forsjál og högum lífi okkar skynsamlega, erum við jafn örugg og værum við í hendi hans.“1

Spencer W. Kimball forseti (1895–1985).

„Hvaða færni þurfum við til þess að hjálpa okkur að verða sjálfbjarga? … Á fyrstu árum kirkjunnar bað Brigham Young systurnar að læra að afstýra veikindum í fjölskyldum, koma á fót heimilisiðnaði og læra bókhald, bókfærslu og aðra hagnýta færni. Þessar reglur eiga enn við í dag. Fræðsla heldur áfram að vera lífsnauðsynleg. …

„Ég spurði nokkra biskup hvaða sjálfsbjargar færni systurnar í deildum þeirra þörfnuðust mest og þeir sögðu fjárhagsáætlun. Konur þurfa að skilja afleiðinguna á því að versla á greiðslukortum og að lifa ekki innan fjáhagsáætlunar. Önnur færnin sem biskuparnir nefndu var eldamennska. Máltíðir sem eru lagaðar og borðaðar heima fyrir kosta venjulega minna, eru heilsusamlegri og miðla að sterkari fjölskylduböndum.“2

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins.

Forðast skuld

„Má ég koma með uppástungur af fimm lykil þáttum að fjármálafrelsi. …

Í fyrsta lagi, greiðið tíund ykkar.

Í öðru lagi, eyðið minna en þið þénið.

Í þriðja lagi, lærið að spara.

Í fjórða lagi, heiðrið fjáhagsskuldbindingar ykkar.

Í fimmta lagi, kennið börnum ykkar að fylgja fordæmi ykkar.3

Öldungur Joseph B. Wirthlin (1917–2008) í Tólfpostulasveitinni.

„Þegar við skuldsetjum okkur þá gefum við frá okku hluta af dýrmætu og ómetalegu sjálfræði okkar og setjum okkur í sjálfskipaða ánauð. Við skuldbindum tíma okkar, krafta og fjárráð til að endurgreiða það sem við höfum fengið lánað—auðlindir sem gætu hafa nýst til að hjálpa okkur sjálfum, fjölskyldu okkar og öðrum. …

Að greiða skuldir okkar núna og forðast framtíðar skuldir krefst þess að við iðkum trú á frelsarann—ekki bara að við gerum betur heldur að við verðum betri. Það þarf mikla trú til að segja þessi einföldu orð: ‘Við höfum ekki efni á því.’ Það þarf trú til að treysta því að lífið verði betra er við fórnum löngunum okkar til þess að mæta eigin þörfum sem og annarra.“4

Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni.

Heimildir

  1. “Welfare Services: The Gospel in Action,” Ensign, nóvember 1977, 78.

  2. “The Welfare Responsibilities of the Relief Society President,” Basic Principles of Welfare and Self-Reliance (2009), 5.

  3. “Earthly Debts, Heavenly Debts,” Liahona, maí 2004, 41, 42.

  4. “A Gospel Vision of Welfare: Faith in Action,” Basic Principles of Welfare and Self-Reliance (2009), 1.

Hugmyndir fyrir heimsóknarkennara

Ráðgist við félaga ykkar varðandi hvernig best sé að aðlaga þennan boðskap á hugulsaman hátt að aðstæðum hverrar systur. Hvaða sjálfsbjargar færni getið þið deilt með henni?

Einstaklings undirbúningur

Mal 3:10

Matt 6:19–21

Lúk 12:15

K&S 38:30; 88:119

Nánari upplýsingar er að finna í All Is Safely Gathered In: Family Finances (birgðanúmer 04007).