Bók Helamans

5. Kapítuli

Nefí og Lehí helga sig prédikun — Nöfn þeirra verða þeim hvatning til að sníða líf sitt eftir forfeðrum sínum — Kristur frelsar þá sem iðrast — Nefí og Lehí snúa mörgum til trúar en þeim er varpað í fangelsi og eldslogar umlykja þá — Skýsorti yfirskyggir þrjú hundruð manns — Jörðin skelfur, og rödd býður mönnum að iðrast — Nefí og Lehí tala við engla og mannfjöldinn er umluktur eldi. Um 30 f.Kr.

1 Og svo bar við, að þetta sama ár, sjá, þá eftirlét aNefí dómarasætið manni að nafni Sesóram.

2 Þar eð arödd þjóðarinnar réð lögum og lofum og þeir, sem bkusu hið illa, voru fjölmennari en þeir, sem kusu hið góða, voru þeir á góðri leið til tortímingar, því að lögin voru spillt orðin.

3 Já, og þetta var ekki allt. Þetta var þrjóskufull þjóð, svo að ekki var unnt að stjórna henni með lögum eða réttvísi, nema henni til tortímingar.

4 Og svo bar við, að Nefí var orðinn þreyttur á misgjörðum þeirra. Og hann avék úr dómarasæti og tók að sér að boða orð Guðs, það sem eftir var ævi sinnar, og einnig bróðir hans, Lehí, það sem hann átti eftir ólifað —

5 Því að þeir minntust orðanna, sem faðir þeirra, Helaman, hafði mælt til þeirra. Og þetta eru orðin, sem hann mælti:

6 Sjá, synir mínir. Ég vil, að þið hafið hugfast að halda boðorð Guðs, og ég vil, að þið boðið þjóðinni þessi orð. Sjá, ég hef gefið ykkur nöfn aforfeðra okkar, sem komu frá landi Jerúsalem. Og þetta hef ég gjört, til þess að þið minnist þeirra, er nöfn ykkar koma upp í huga ykkar. Og þegar þið minnist þeirra, þá minnist þið verka þeirra. Og þegar þið minnist verka þeirra, þá megið þið vita, að sagt er og einnig ritað, að þau voru bgóð.

7 Þess vegna vil ég, synir mínir, að þið gjörið það, sem gott er, svo að um ykkur verði sagt og einnig ritað einmitt það sama og sagt var og ritað um þá.

8 Og sjá nú, synir mínir. Ég æski enn meira af ykkur, en það er, að þið gjörið þetta ekki til að geta miklast af því, heldur gjörið það til að safna ykkur afjársjóði á himni, já, eilífum fjársjóði, sem ekki máist burtu. Já, svo að þið megið eignast hina bdýrmætu gjöf eilífs lífs, sem við höfum ástæðu til að ætla, að feður okkar hafi hlotið.

9 Og synir mínir. Hafið hugföst og munið aorðin, sem Benjamín konungur mælti til þjóðar sinnar. Já, hafið hugfast, að hvorki er til önnur leið né aðferð til frelsunar mannsins, nema með bfriðþægingarblóði Jesú Krists, sem koma mun. Já, hafið hugfast, að hann kemur til að cendurleysa dheiminn.

10 Og minnist einnig aorðanna, sem Amúlek talaði til Seesroms í borginni Ammónía, en hann sagði við hann, að Drottinn mundi vissulega koma og endurleysa lýð sinn, en að hann kæmi ekki til að endurleysa þá í syndum þeirra, heldur endurleysa þá frá syndum þeirra.

11 Og hann hefur fengið vald frá föðurnum til að endurleysa þá frá syndum þeirra vegna iðrunar. Þess vegna hefur hann asent engla sína til að boða tíðindin um skilyrði þeirrar iðrunar, sem leiðir menn undir vald lausnarans til hjálpræðis sálum sínum.

12 Og nú synir mínir. Munið og hafið hugfast, að það er á abjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs, sem þið verðið að byggja bundirstöðu ykkar. Að þegar djöfullinn sendir sína voldugu storma, já, spjót sín í hvirfilvindinum, já, þegar allt hans hagl og voldugur cstormur bylur á ykkur, mun það ekkert vald hafa til að draga ykkur niður í djúp vansældar og óendanlegs volæðis, vegna þess að það bjarg, sem þið byggið á, er öruggur grundvöllur, og ef menn byggja á þeim grundvelli, geta þeir ekki fallið.

13 Og svo bar við, að þetta voru þau orð, sem Helaman akenndi sonum sínum. Já, hann kenndi þeim margt, sem ekki er fært í letur, og einnig margt, sem fært er í letur.

14 Og þeir höfðu orð hans í huga, og þess vegna héldu þeir boðorð Guðs og fóru um og kenndu Guðs orð meðal allrar Nefíþjóðarinnar og byrjuðu í borginni Nægtarbrunni —

15 Og þaðan fóru þeir til borgarinnar Gíd, og frá borginni Gíd til borgarinnar Múlek —

16 Og jafnvel frá einni borg til annarrar, þar til þeir höfðu farið um meðal allrar Nefíþjóðarinnar, sem var í landinu í suðri. Og þaðan fóru þeir inn í Sarahemlaland, meðal Lamaníta.

17 Og svo bar við, að þeir prédikuðu af svo miklum krafti, að margir þeirra afráhverfinga, sem yfirgefið höfðu Nefíta, blygðuðust sín, stigu fram og játuðu syndir sínar og voru skírðir iðrunarskírn, og þeir sneru samstundis aftur til Nefíta og reyndu að bæta þeim það ranglæti, sem þeir höfðu framið.

18 Og svo bar við, að Nefí og Lehí prédikuðu fyrir Lamanítum með svona miklum krafti og valdi, því að þeim veittist kraftur og vald til að atala, og þeim var einnig blásið í brjóst, hvað segja skyldi —

19 Þess vegna vakti mál þeirra mikla furðu Lamaníta og asannfærði þá svo, að átta þúsund Lamanítar, sem voru í Sarahemlalandi og þar í grennd, skírðust iðrunarskírn og sannfærðust um ranglæti arfsagna feðra sinna.

20 Og svo bar við, að þaðan héldu þeir Nefí og Lehí til Nefílands.

21 Og svo bar við, að hermenn Lamaníta tóku þá og vörpuðu þeim í afangelsi, já, í sama fangelsi og þjónar Limís höfðu varpað Ammon og bræðrum hans.

22 Og eftir að þeir höfðu verið marga daga fæðulausir í fangelsi, sjá, þá sóttu þeir þá í fangelsið til að drepa þá.

23 Og svo bar við, að Nefí og Lehí urðu sem umkringdir aeldi, jafnvel svo, að enginn vogaði sér að leggja hendur á þá af ótta við að brennast. Engu að síður hlutu Nefí og Lehí engan skaða af og stóðu sem í miðjum eldsloga og brenndust ekki.

24 Og þegar þeir sáu, að þeir voru umkringdir aeldstólpa og að hann brenndi þá ekki, jókst þeim kjarkur.

25 Því að þeir sáu, að Lamanítar dirfðust ekki að leggja hendur á þá, né voguðu þeir sér nærri þeim, heldur stóðu þeir mállausir af undrun.

26 Og svo bar við, að Nefí og Lehí stigu fram og tóku að mæla til þeirra og sögðu: Óttist ei, því að sjá. Það er Guð, sem hefur birt ykkur þetta undur, og með því er ykkur sýnt, að þið getið ekki lagt hendur á okkur og drepið okkur.

27 Og sjá. Þegar þeir höfðu mælt þessi orð, skalf jörðin ákaflega og veggir fangelsisins nötruðu sem mundu þeir hrynja til jarðar. En sjá, þeir hrundu ekki. Og sjá. Þeir, sem í fangelsinu voru, voru Lamanítar og Nefítafráhverfingar.

28 Og svo bar við, að askýsorti yfirskyggði þá og hræðilegur, nístandi ótti kom yfir þá.

29 Og svo bar við, að þeim barst arödd, sem væri hún ofar skýsortanum, er sagði: Iðrist, iðrist, og reynið ei framar að tortíma þjónum mínum, sem ég hef sent yður til að boða góð tíðindi.

30 Og svo bar við, að þegar þeir heyrðu þessa rödd og gjörðu sér ljóst, að það var ekki þrumuraust, né var það sterk og hávær rödd, en sjá, heldur var það ahljóðlát rödd, full af mildi, sem væri hún hvísl. Og hún smaug inn í sjálfa sálina —

31 En þrátt fyrir mildi raddarinnar skalf jörðin ákaflega, og veggir fangelsisins nötruðu enn, sem mundu þeir hrynja til jarðar. Og sjá. Skýsortinn, sem yfirskyggði þá, hvarf ekki —

32 Og sjá. Enn heyrðist röddin og sagði: Iðrist, iðrist, því að himnaríki er í nánd. Og reynið ekki framar að tortíma þjónum mínum. Og svo bar við, að jörðin skalf á ný og veggirnir nötruðu.

33 Og enn hið þriðja sinn heyrðist röddin og mælti fram undursamleg orð, sem enginn maður má mæla. Og enn nötruðu veggirnir og jörðin skalf, sem væri hún að klofna.

34 Og svo bar við, að Lamanítarnir gátu ekki flúið vegna skýsortans, sem yfirskyggði þá. Já, og einnig fengu þeir sig hvergi hrært vegna óttans, sem þeir voru gripnir.

35 Einn þeirra var Nefíti að kyni, sem eitt sinn hafði tilheyrt kirkju Guðs, en horfið frá henni.

36 Og svo bar við, að hann sneri sér við, og sjá! Gegnum skýsortann sá hann andlit Nefís og Lehís, og sjá! Það ageislaði af þeim sem af andlitum engla. Og hann sá, að þeir hófu augu sín til himins. Og svo virtist sem þeir töluðu eða hæfu raust sína til einhverrar veru, sem þeir sæju.

37 Og svo bar við, að þessi maður hrópaði til mannfjöldans að snúa sér við og líta á. Og sjá. Þeim veittist kraftur til að snúa sér við og líta á. Og þeir sáu andlit Nefís og Lehís.

38 Og þeir spurðu manninn: Sjá, hvað táknar allt þetta, og við hvern eru þessir menn að tala?

39 Nafn mannsins var Amínadab. Og Amínadab svaraði þeim: Þeir eru að tala við engla Guðs.

40 Og svo bar við, að Lamanítar spurðu hann: aHvað getum við gjört, svo að þessum skýsorta verði bægt frá oss?

41 Og Amínadab svaraði þeim: Þið verðið að aiðrast og ákalla röddina, já, þar til þið hafið btrú á Kristi, sem Alma, Amúlek og Seesrom sögðu ykkur frá. Og þegar þið gjörið það, mun skýsortinn hverfa frá ykkur.

42 Og svo bar við, að þeir tóku allir að ákalla rödd þess, sem hrist hafði jörðina. Já, þeir hrópuðu þar til skýsortinn var horfinn.

43 Og svo bar við, að þegar þeir litu upp og sáu, að skýsortinn var horfinn, sjá, þá sáu þeir, að þeir voru aumkringdir, já, hver sála var umkringd eldstólpa.

44 Og Nefí og Lehí voru mitt á meðal þeirra. Já, þeir voru umkringdir, já, þeir voru sem í miðjum eldsloga, en þó varð þeim ekki meint af, né heldur brenndi hann veggi fangelsisins. Og þeir voru fullir ólýsanlegrar agleði og fullir dýrðar.

45 Og sjá. Hinn aheilagi andi Guðs kom niður frá himni og inn í hjörtu þeirra, og þeir fylltust sem af eldi, og þeir gátu bmælt fram undursamleg orð.

46 Og svo bar við, að rödd barst þeim sem hvísl, já, unaðsleg rödd, er sagði:

47 aFriður, friður sé með yður vegna trúar yðar á minn heittelskaða, sem var til frá grundvöllun veraldar.

48 Og þegar þeir heyrðu þetta, litu þeir upp eins og til að sjá hvaðan röddin kæmi. Og sjá. Þeir sáu ahimnana opnast. Og englar komu niður af himni og þjónuðu þeim.

49 Og það voru um þrjú hundruð sálir, sem sáu og heyrðu þetta, og þeim var boðið að fara og hvorki undrast né heldur efast.

50 Og svo bar við, að þeir fóru og kenndu fólkinu, boðuðu um öll nærliggjandi héruð allt, sem þeir höfðu heyrt og séð, þar til meiri hluti Lamaníta hafði látið sannfærast vegna hinnar miklu sönnunar, sem þeim hafði hlotnast.

51 Og allir þeir, sem asannfærðust, lögðu niður stríðsvopn sín og einnig hatur sitt og arfsagnir feðra sinna.

52 Og svo bar við, að þeir gáfu Nefítum aftur eignarlönd þeirra.