Námshjálp
Spádómur, spá


Spádómur, spá

Spádómur samanstendur af guðlega innblásnum orðum eða rituðu máli sem menn meðtaka með opinberun frá heilögum anda. Vitnisburður um Jesú er andi opinberunar (Op 19:10). Spádómur getur varðað fortíð, nútíð eða framtíð. Þegar maður spáir talar hann eða ritar það sem Guð vill að hann viti, sjálfum honum eða öðrum til góðs. Einstaklingar geta meðtekið spádóma eða opinberanir fyrir sjálfa sig.