Ritningar
Kenning og sáttmálar 93


93. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. maí 1833.

1–5, Allir sem staðfastir eru munu sjá Drottin; 6–18, Jóhannes bar vitni um að sonur Guðs hafi haldið áfram frá náð til náðar, þar til hann meðtók fyllingu dýrðar föðurins; 19–20, Staðfastir menn, sem halda áfram frá náð til náðar, munu einnig meðtaka fyllingu hans; 21–22, Þeir sem getnir eru fyrir Krist eru kirkja frumburðarins; 23–28, Kristur meðtók fyllingu alls sannleika, og maðurinn getur með hlýðni gert hið sama; 29–32, Maðurinn var í upphafi hjá Guði; 33–35, Frumefnin eru eilíf, og maðurinn getur hlotið fyllingu gleðinnar í upprisunni; 36–37, Dýrð Guðs eru vitsmunir; 38–40, Börn eru saklaus fyrir Guði vegna endurlausnar Krists; 41–53, Leiðandi bræðrum er boðið að koma reglu á fjölskyldur sínar.

1 Sannlega, svo segir Drottinn: Svo ber við, að sérhver sál, sem ahverfur frá syndum sínum og kemur til mín og bákallar nafn mitt og chlýðir rödd minni og heldur boðorð mín, mun dsjá eásjónu mína og vita að ég er —

2 Og að ég er hið sanna aljós, sem lýsir hverjum manni, sem í heiminn kemur —

3 Og að ég er aí föðurnum og faðirinn í mér, og faðirinn og ég erum eitt —

4 Faðirinn avegna þess að hann bgaf mér af fyllingu sinni, og sonurinn vegna þess að ég var í heiminum og gjörði choldið að tjaldbúð minni og dvaldi meðal mannanna sona.

5 Ég var í heiminum og meðtók frá föður mínum, og averk hans opinberuðust greinilega.

6 Og aJóhannes sá og bar vitni um fyllingu bdýrðar minnar og fylling heimildar cJóhannesar mun síðar opinberuð.

7 Og hann bar vitni og sagði: Ég sá dýrð hans, að hann var í aupphafi, áður en heimurinn varð til —

8 Í upphafi var aOrðið, því að hann var Orðið, já, boðberi hjálpræðisins —

9 aLjós og blausnari heimsins, andi sannleikans, sem kom í heiminn, vegna þess að heimurinn var gjörður af honum, og í honum bjó líf mannanna og ljós mannanna.

10 Heimarnir voru af honum agjörðir. Mennirnir voru af honum gjörðir. Allt var af honum gjört, með honum og fyrir hann.

11 Og ég, Jóhannes, ber vitni um, að ég sá dýrð hans, sem dýrð hins eingetna föðurins, fullan náðar og sannleika, já, anda sannleikans, sem kom og bjó í holdinu og dvaldi með oss.

12 Og ég, Jóhannes, sá, að hann hlaut ekki afyllinguna í fyrstu, heldur hlaut hann bnáð á náð ofan —

13 Og hann hlaut ekki fyllinguna í fyrstu, heldur hélt áfram frá anáð til náðar, þar til hann hafði hlotið fyllingu —

14 Og þannig nefndist hann asonur Guðs, vegna þess að hann hlaut ekki fyllinguna í fyrstu.

15 Og ég, aJóhannes, ber vitni, og tak eftir, himnarnir lukust upp og bheilagur andi kom yfir hann í cdúfulíki og settist á hann, og rödd kom frá himni og sagði: Þetta er minn delskaði sonur.

16 Og ég, Jóhannes, ber vitni um, að hann hlaut fyllingu dýrðar föðurins —

17 Og hann fékk aallt bvald, bæði á himni og á jörðu, og dýrð cföðurins var með honum, því að hann bjó í honum.

18 Og svo ber við, að séuð þér staðfastir, munuð þér taka á móti fyllingu vitnisburðar Jóhannesar.

19 Ég gef yður þessi orð, svo að þér megið skilja og vita hvernig atilbiðja skal, og vita hvað tilbiðja skal, svo þér getið komið til föðurins í mínu nafni og tekið á móti fyllingu hans á sínum tíma.

20 Því að ef þér haldið aboðorð mín, munuð þér taka á móti bfyllingu hans og verða cdýrðlegir í mér eins og ég er í föðurnum. Fyrir því segi ég yður: Þér munuð hljóta dnáð á náð ofan.

21 Og sannlega segi ég yður: Í aupphafi var ég hjá föðurnum og ég er bfrumburðurinn —

22 Og allir þeir, sem af mér eru getnir, eru ahluttakendur í bdýrð hins sama, og eru kirkja frumburðarins.

23 Þér voruð einnig í upphafi ahjá föðurnum. Það sem er andi, já, andi sannleikans —

24 Og asannleikurinn er bþekking á hlutum eins og þeir eru, eins og þeir voru og eins og þeir munu verða —

25 Og sérhvað það, sem er ameira eða minna en þetta, er andi hins illa, sem var blygari frá upphafi.

26 Andi asannleikans er frá Guði. Ég er andi sannleikans, og Jóhannes bar vitni um mig og sagði: Hann tók á móti fyllingu sannleikans, já, jafnvel alls sannleika —

27 Og enginn maður tekur á móti afyllingu, nema hann haldi boðorð hans.

28 Sá, sem aheldur boðorð hans, tekur á móti sannleika og bljósi, þar til hann er dýrðlegur gjörður í sannleika og cveit alla hluti.

29 Maðurinn var einnig í aupphafi hjá Guði. bVitsmunir, eða ljós sannleikans, voru ekki skapaðir eða gjörðir, né heldur er það hægt.

30 Allur sannleikur er sjálfstæður á því sviði, sem Guð hefur markað honum, og astarfar óháður, eins og allir vitsmunir, ella væri engin tilvera.

31 Sjá, í því liggur asjálfræði mannsins og í því liggur fordæming mannsins. Vegna þess að það, sem var frá upphafi, er bgreinilega sýnt þeim, og þeir taka ekki á móti ljósinu.

32 Og sérhver maður er undir fordæmingu, taki andi hans ekki á móti aljósinu.

33 Því að maðurinn er aandi. bFrumefnin eru eilíf, og andi og frumefni, óaðskiljanlega samtengd, taka á móti fyllingu gleðinnar —

34 En þegar þau eru aaðskilin, getur maðurinn ekki tekið á móti fyllingu bgleðinnar.

35 aFrumefnin eru tjaldbúð Guðs. Já, maðurinn er tjaldbúð Guðs, jafnvel bmusteri. Og hverju því musteri, sem vanhelgað er, því musteri mun Guð eyða.

36 aDýrð Guðs er bvitsmunir, eða með öðrum orðum, cljós og sannleikur.

37 Ljós og sannleikur yfirgefa þann ailla.

38 Sérhver andi mannsins var asaklaus í upphafi, og þegar Guð bendurleysti manninn frá cfallinu, urðu mennirnir aftur dsaklausir sem ungbörn fyrir Guði.

39 Og hinn illi kemur og atekur burtu ljósið og sannleikann frá mannanna börnum fyrir óhlýðni þeirra og berfikenningar feðra þeirra.

40 En ég hef boðið yður að ala abörn yðar upp í ljósi og sannleika.

41 En sannlega segi ég þér, þjónn minn Frederick G. Williams: Þú hefur haldist undir þessari fordæmingu —

42 Þú hefur ekki akennt börnum þínum ljós og sannleika, samkvæmt boðunum, og hinn illi hefur enn vald yfir þér, og þetta er orsök þrenginga þinna.

43 Og nú býð ég þér: Ef þú vilt varðveitast, skalt þú koma areglu á hús þitt, því að margt er í ólagi í húsi þínu.

44 Sannlega segi ég þjóni mínum Sidney Rigdon, að í sumu hefur hann ekki haldið boðin varðandi börn sín. Kom þess vegna fyrst reglu á hús þitt.

45 Sannlega segi ég þjóni mínum Joseph Smith yngri, eða með öðrum orðum vil ég kalla yður avini, því að þér eruð vinir mínir og þér skuluð hljóta arf með mér —

46 Ég kallaði yður aþjóna sakir heimsins, og þér eruð þjónar hans sakir mín —

47 Og sannlega segi ég nú við Joseph Smith yngri: Þú hefur ekki haldið boðorðin og hlýtur því að vera aátalinn frammi fyrir Drottni —

48 aFjölskylda þín verður að iðrast og afneita ýmsu og gefa einlægari gaum að orðum þínum, ella verður að víkja henni úr stöðu sinni.

49 Það, sem ég segi einum, segi ég öllum. aBiðjið ávallt, svo að hinn illi fái eigi vald yfir yður og víki yður úr stöðu yðar.

50 Þjónn minn Newel K. Whitney, biskup kirkju minnar, þarf einnig ögunar við og verður að koma reglu á fjölskyldu sína og sjá um að hún sýni meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir, og biðji ávallt, ella verður að víkja henni úr astöðu sinni.

51 Nú segi ég yður, vinir mínir: Lát þjón minn Sidney Rigdon leggja upp í ferð sína í skyndi og kunngjöra einnig anáðarár Drottins og fagnaðarerindi sáluhjálpar, eins og ég gef honum að mæla. Og fyrir sameinaðar trúarbænir yðar mun ég styðja hann.

52 Og lát þjóna mína, Joseph Smith yngri og Frederick G. Williams, einnig fara í skyndi, og þeim mun gefið samkvæmt trúarbæn. Og sem þér farið að orðum mínum, svo munuð þér eigi verða yður til smánar, hvorki í þessum heimi né í komanda heimi.

53 Og sannlega segi ég yður, að það er vilji minn að þér flýtið aþýðingu ritninga minna og baflið yður cþekkingar á sögu, löndum og ríkjum, á lögmálum Guðs og manna, og allt þetta vegna sáluhjálpar Síonar. Amen.