Námshjálp
Frumburður


Frumburður

Á tímum hinna fornu patríarka eða ættfeðra hlaut frumgetinn sonur frumburðarréttinn (1 Mós 43:33) og hlaut þannig að erfðum leiðtogastarf fjölskyldunnar að föður sínum látnum. Frumburðurinn varð að vera verðugur að taka á sig þá ábyrgð (1 Kro 5:1–2) og gat misst frumburðarrétt sinn vegna óréttlætis.

Undir Móselögum var frumburðurinn talinn tilheyra Guði. Frumburðurinn hlaut tvöfaldan hluta af eigum föður síns (5 Mós 21:17). Að föður sínum látnum bar hann ábyrgð á móður sinni og systrum.

Karlkyns frumburður meðal dýra tilheyrði einnig Guði. Hrein dýr voru notuð til fórna, en leysa mátti út óhrein dýr, selja þau eða farga (2 Mós 13:2, 11–13; 34:19–20; 3 Mós 27:11–13, 26–27).

Frumburðurinn var tákn um Jesú Krist og jarðneska þjónustu hans og minnti þjóðina á að hinn mikli Messías mundi koma (HDP Móse 5:4–8; 6:63).

Jesús var frumburðurinn meðal andabarna okkar himneska föður, hinn eingetni föðurins í holdinu og fyrstur til að rísa upp frá dauðum í upprisunni (Kól 1:13–18). Trúfastir heilagir tilheyra kirkju frumburðarins í eilífðinni (K&S 93:21–22).