2010–2019
Skærara og skærara þar til hinn fullkomna dag
Apríl 2017


Skærara og skærara þar til hinn fullkomna dag

Jafnvel á erfiðustu og myrkustu stundunum þá er ljós og gæska allt í kringum okkur.

Páll deildi með okkur yndislegum boðskap vonar í Korintubréfi:

„Á allar hliðar erum vér aðþrengdir, en þó ekki ofþrengdir, vér erum efablandnir, en örvæntum þó ekki,

ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir, felldir til jarðar, en tortímumst þó ekki.“1

Hver var uppspretta vonar Páls? Hlustið á útskýringar hans: „Því að Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri! hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs, eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.“2

Jafnvel á erfiðustu og myrkustu stundunum þá er ljós og gæska allt í kringum okkur. Í síðasta október sagði Dieter F. Uchtdorf forseti: „Við erum umlukin svo miklu magni af ljósi og sannleika, fyllt andakt og innblæstri, að ég velti fyrir mér hvort við í raun fáum réttilega metið það sem við höfum.“3

Hins vegar þá vill andstæðingurinn frekar að við einbeitum okkur að „[niðdimmri þokunni] … sem [blindar]augu … [herðir] hjörtu … , [leiðir burt]“4

Hins vegar þá skilur Drottinn áskoranir okkar tíma fullkomlega og lofaði: „Það, sem er frá Guði, er ljós. Og sá, sem veitir ljósinu viðtöku og er staðfastur í Guði, öðlast meira ljós. Og það ljós verður skærara og skærara þar til hinn fullkomna dag.“5

Við erum börn Guðs. Við erum sköpuð til að meðtaka ljós, að halda áfram í Guði og meðtaka meira ljós. Frá upphafi fylgdum við ljósinu, við fylgdum himneskum föður okkar og áætlun hans. Að leita eftir ljósi er í andlegu genamengi okkar.

Ég heyrði þennan eilífa sannleika kenndan á fallegan hátt á ólíklegum stað. Er ég vann eitt sinn fyrir stóran banka var mér boðið að sitja stjórnendanámskeið hjá Michican háskóla. Á meðan á dagskránni stóð, kenndi prófessor Kim Cameron, okkur hugmyndina um jákvæða stýringu og ljósleitandi áhrif þess. Hann sagði: „Þetta hefur að gera með tilhneygingu allra lífkerfa að snúa sér að jákvæðri orku (ljósi) og frá neikvæðri orku (myrkri). Frá einfrumungum til flókinna mannlegra kerfa þá hefur allt líf eðlislæga hneigingu í áttina að því jákvæða og frá því neikvæða.“6

Studdur af miklum heimildum lagði hann einnig áherslu á þrjá þætti í farsælli vinnustaðarmenningu: samúð, fyrirgefningu og þakklæti.7 Það er mjög rökrétt að þegar fólk hallar sér í átt að hinu jákvæða (ljósi), þá eru eiginleikarnir sem sýndu sig fullkomlega í ljósi heimsins, Jesú Kristi, til staðar.

Bræður og systur, huggum okkur við það að ljósið er til staðar fyrir okkur. Má ég leggja til þrjá staði þar sem við getum alltaf fundið ljós:

1. Ljós kirkjunnar

Kirkjan er ljósastika í heimi sem er að myrkvast. Þetta er dásamlegur tími til að vera þegn í Kirkju Jesú Krists hinn Síðari daga heilögu. Kirkjan er sterkari en hún hefur nokkru sinni verið8 og hún styrkist bókstaflega á hverjum degi er nýjir einstaklingar koma í hópinn, nýjir söfnuðir eru stofnaðir, nýjir trúboðar kallaðir og ný svæði opnuð fyrir fagnaðarerindinu. Við sjáum þá sem hafa leiðst frá virkni í kirkjunni í einhvern tíma, koma aftur er björgunin sem Thomas S. Monson forseti sá fyrir, færir okkur ný kraftaverk daglega.

Nýlega heimótti ég ungt fólk í Paragvæ, Úrúgvæ, Síle og Argentínu á meðan að á ráðstefnu þeirra, Til styrktar æskunni, stóð. Þúsundir ungra manna og kvenna eyddu viku í að styrkja elsku þeirra á frelsaranum og snéru síðan aftur heim til foreldra sinna og vina, geislandi ljósi og elsku Krists.

Sko, kirkjan mun alltaf hafa sína gagnrýnendur. Þannig hefur það verið frá upphafi og mun vera allt til enda. Við getum ekki leyft slíkri gagnrýni að deyfa skynjun okkar á því ljósi sem er í boði fyrir okkur. Að bera kennsl á ljósið og að leita eftir því mun gera okkur hæf fyrir enn meira ljós.

Í heimi sem er að myrkvast mun ljós kirkjunnar skína sífellt bjartar þar til hinn fullkomna dag.

2. Ljós fagnaðarerindisins

Ljós fagnaðarerindisins er vegurinn sem „verður æ skærara fram á hádegi“9 og það lýsir skærast í fjölskyldum okkar og musterum um allan heim.

Í Boða fagnaðarerindi mitt segir: „Með ljósi fagnaðarerindisins geta fjölskyldur leyst úr misskilningi, ágreiningi og vanda. Fjölskyldur sem þjást af sundurlyndi geta orðið heilar með iðrun, fyrirgefningu og trú á kraft friðþægingar Jesú Krists.“10 Nú, meira en nokkru sinni áður, þá verða fjölskyldur okkar að vera uppspretta mikils ljóss til þeirra sem í kringum okkur eru. Fjölskyldur styrkjast í ljósi er þær styrkjast í kærlega og góðmennsku. Á sama tíma og við byggjum fjölskyldur á „trú … iðrun, fyrirgefningu, virðingu, kærleika, [og] umhyggju“11 þá munum við styrkjast í kærleika gagnvart frelsaranum og hvert öðru. Fjölskyldan mun styrkjast og ljósið í okkur öllum mun skína skærar.

Við lesum í orðabók Biblíunnar: „Einungis heimilinu getur verið líkt við musterið í heilagleika.12 Við erum nú með 155 starfandi musteri og fleiri á leiðinni. Fleiri fjölskyldur eru innsiglaðar um tíma og alla eilífð. Kirkjuþegnar eru sífellt að leggja inn fleiri nöfn áa sinna til musterisins til þess að hægt sé að framkvæma sálarhjálpandi helgiahafnir fyrir þau. Við erum að upplifa mikla gleði og fögnuð beggja vegna hulunnar.

Í heimi sem er að myrkvast mun ljós fagnaðarerindisins skína sífellt bjartar þar til hinn fullkomna dag.

3. Ljós Krists

Ekki er hægt að tala um ljósið í heiminum án þess að tala um ljós heimsins, Jesú Krist. Sönnun á kærleiksríkum himneskum föður er sú að allir sem koma til þessa lífs eru blessaðir með ljósi Krists, til að hjálpa þeim að komast aftur heim. Boyd K. Packer kenndi: „Andi Krists er alltaf fyrir hendi. … Ljós Krists er jafn heimslægt og sjálft sólarljósið. Hvar sem finna má mannlegt líf, þar má einnig finna anda Krists.“13 Ljós Krists „hvetur og lokkar til góðs“14 og undirbýr alla sem leita góðsemi og sannleika að meðtaka heilagan anda.

Frelsarinn kennir að hann sé ljósið sem „lífgar skilning yðar“ og „gefur öllu líf.“15 Ljós Krists mun hjálpa okkur að sjá aðra með augum frelsarans. Við verðum kærleiksríkari og skilningsríkari gagnvart erfiðleikum annarra. Það mun hjálpa okkur að vera þolinmóðari við þá sem tilbiðja ekki né þjóna eins og við gerum. Það mun hjálpa okkur að skilja hina miklu hamingjuáætlun betur og sjá hvernig við getum öll passað inn í þá miklu kærleiksáætlun. Það veitir öllu því sem við gerum líf, merkingu og tilgang. Með allri þeirri hamingju sem mun koma til okkar er við skiljum betur ljós Krists, þá mun það ekki ná þeirri gleði sem við upplifum er við sjáum ljós Krists að starfi í öðrum, fjölskyldum, vinum og jafnvel ókunnugum.

Ljósmynd
Barist við eld í samkomuhúsi

Ég skynjaði þá gleði þegar ég heyrði um baráttu hugrakkra slökkviliðsmanna sem börðust við að bjarga stikumiðstöð frá eyðileggingu í suður Kaliforníu, í júlí 2015. Á meðan eldurinn logaði, kallaði varðstjóri einn á SDH vin sinn til að spyrja hvar helgimunir og sakramentisbollar væri geymdir svo að þeir gætu bjargað þeim. Vinur hans fullvissaði hann um að það væru engir helgimunir og að afskaplega lítið mál væri að fá nýja sakramentisbolla. Varðstjóranum fannst að hann ætti að gera betur svo að hann sendi slökkviliðsmenn aftur inn í brennandi bygginguna til að bjarga myndum af Kristi af veggjunum til að hægt væri að varðveita þær. Þeir settu jafnvel eina þeirra í slökkviliðsbílinn í von um að vakað yrði yfir slökkviliðsmönnunum. Gæska, vinsemd og næmni varðstjórans gagnvart ljósinu, snerti mig djúpt, sérstaklega á hættu- og erfiðleikastundu.

Ljósmynd
Málverk af frelsaranum bjargað frá eldinum
Ljósmynd
Slökkviliðsmaður með málverk af frelsaranum

Í heimi sem er að myrkvast mun ljós Krists skína sífellt bjartar þar til hinn fullkomna dag.

Ég enduróma aftur orðum Páls: „Klæðumst hertygjum ljóssins.“16 Ég ber vitni um Krist. Hann er ljós heimsins. Megum við styrkjast af ljósinu sem okkur býðst í gegnum enn meiri þátttöku í kirkjunni og með því að beita reglum fagnaðarerindisins á heimilum okkar. Megum við ávallt sjá ljós Krists í öðrum og hjálpa þeim að sjá það í sér sjálfum. Er við meðtökum þetta ljós, verðum við blessuð með enn meira ljósi, allt til þess fullkomna dags þegar við sjáum aftur „föður ljósanna.“17 himneskan föður okkar. Um það vitna ég í heilögu nafni ljóss heimsins, jafnvel Jesú Krists, amen.