2010–2019
Guðlegt ósætti
Október 2018


Guðlegt ósætti

Guðlegt ósætti getur komið okkur til að framkvæma í trú, fylgja boði frelsarans um að gera gott og að gefa honum líf okkar í auðmýkt.

Þegar ég var í grunnskóla, gengum við heim eftir steyptum stíg sem hlykkjaðist fram og tilbaka, upp í móti, upp hæð. Það var önnur slóð, ósteyptur stígur sem kallaðist „stráka stígurinn.“ Strákastígurinn var moldarstígur sem fór beint upp hæðina. Hann var styttri en talsvert brattari. Sem ung stúlka, vissi ég að ég gæti gengið upp hvaða stíg sem strákarnir gætu. Það sem mikilvægara var, ég vissi að ég var uppi á síðari dögum og að ég myndi þurfa að gera erfiða hluti, eins og landnemarnir – og ég vildi vera undirbúin. Þar af leiðandi dróst ég stundum aftur úr hópi félaga minna á steypta veginum, fór úr skónum og gekk berfætt upp strákastíginn. Ég var að reyna að herða fætur mínar.

Sem ung Barnafélagsstúlka, þá hélt ég að ég gæti undirbúið mig á þennan hátt. Nú veit ég betur! Frekar en að ganga berfætt upp fjallstíg, þá veit ég að ég get búið fætur mína undir að ganga á sáttmálsveginum með því að bregðast við boði heilags anda. Því að Drottinn er að kalla hvert okkar, í gegnum spámann sinn, til að lifa og þjóna á „hærri og helgari máta“ og að „fara skrefinu hærra.“1

Þetta kall spámannsins til framkvæmda, í samblandi við eðlislæga tilfinningu okkar um að við getum gert og verið meira, myndar stundum svo kallað „guðlegt ósætti“ innra með okkur, eins og öldungur Neal A. Maxwell kallaði það.2 Guðlegt ósætti kemur þegar við berum „það sem við erum [við] það sem við höfum kraftinn til að verða,“3Ef við eigum að vera hreinskilin við okkur sjálf, þá finnum við öll bilið sem er á milli þess hvar og hver við erum og hvar og hver við viljum vera. Við þráum meiri persónulega hæfni. Við upplifum þetta vegna þess að við erum dætur og synir Guðs, fædd með ljós Krists en búum í föllnum heimi. Þessar tilfinningar eru Guðs gjöf og skapa löngun til að framkvæma.

Við ættum að bjóða tilfinningar guðlegs ósættis velkomnar, sem kallar okkur til æðri vegu, á sama tíma og við berum kennsl á og forðumst fals Satans – sem er lamandi vanmáttarkennd. Þetta er dýrmætt rými sem Satan er ákafur að stökkva inn í. Við getum valið að ganga á hinum æðri vegi, sem leiðir okkur í leit að Guði, hans frið og náð, eða við getum hlustað á Satan sem lætur neikvæð skilaboð dynja á okkur, um að við verðum aldrei nægilega rík, gáfuð, falleg eða nokkuð yfirhöfuð. Ósætti okkar getur orðið guðlegt – eða eyðileggjandi.

Starfa í trú

Ein leið til að greina á milli guðlegs ósættis eða blekkingu Satans er að guðlegt ósætti mun leiða okkur til að framkvæma í trú. Guðlegt ósætti er ekki boð um að sitja fastur í þægindaramma okkar, né mun það leiða okkur til örvæntingar. Ég hef lært að þegar ég velti mér upp úr hugsunum um allt það sem ég er ekki, þá færist ég ekkert áfram og mér finnst það mikið erfiðara að skynja og fylgja andanum4

Sem ungur maður, varð Joseph Smith einstaklega meðvitaður um galla sína og hafði áhyggjur af „velferð hinnar ódauðlegu sálar [sinnar].“ Í hans eigin orðum: „Hugur minn varð mjög áhyggjufullur, því ég varð dæmdur af syndum mínum, og … syrgði mínar eigin syndir og syndir heimsins.“5 Þetta leiddi hann til „alvarlegrar hugleiðingar og mikils óróleika.“6 Hljómar þetta kunnuglega? Hefur þú áhyggjur eða ert í uppnámi vegna vankanta þinna?

Jæja, Joseph gerði eitthvað í því. Hann ritaði: „Ég sagði oft við sjálfan mig: Hvað á ég að gera“7 Joseph brást við í trú. Hann snéri sér til ritninganna og las boðið í Jakobsbréfinu 1:5, og snéri sér til Guðs í leit að hjálp. Sú sýn sem fylgdi í kjölfarið var undanfari endurreisnarinnar. Þvílíkt sem ég er þakklát fyrir tímabil Josephs í guðlegu ósætti sínu, tímabil hans af óróa og ringulreið, sem hvatti hann áfram til að framkvæma í trú.

Fylgja hvatningu til að gera gott

Heimurinn notar oft tilfinningu ósættis sem afsökun fyrir sjálfumgleði, fyrir því að snúa hugsunum okkar inn á við og aftur á bak og að dvelja einstaklingsbundið á því hver ég er, hvað ég er ekki og hvað ég vil. Guðlegt ósætti hvetur okkur til að fylgja fordæmi frelsarans sem „gekk um, [og] gjörði gott.“8 Er við göngum veg lærisveinsins þá er stundum ýtt við okkur andlega til að við hlúum að öðrum.

Saga sem ég heyrði fyrir mörgum árum síðan, hefur hjálpað mér að bera kennsl á og framkvæma eftir hvatningu heilags anda. Systir Bonnie D. Parkin, fyrrverandi aðalforseti Líknarfélagsins, deildi eftirfarandi:

„Susan … var frábær saumakona. [Spencer W.] Kimball forseti bjó í deild [hennar]. Sunnudag einn tók Susan eftir því að hann var í nýjum jakkafötum. Faðir hennar hafði nýlega fært henni einstaklega fallegt silkiefni. Susan taldi að þetta efni myndi passa til að gera fallegt bindi sem færi vel við nýju föt Kimballs forseta. Næstkomandi mánudag bjó hún til bindið. Hún pakkaði því inn í pappír og gekk upp götuna til heimilis Kimballs forseta.

„Á leiðinni að framdyrum hans stoppaði hún skyndilega og hugsaði: ‚Hver er ég að búa til bindi fyrir spámanninn? Hann á eflaust nóg af þeim.‘ Hún tók ákvörðun um að hún hefði gert mistök og snéri sér við til að fara.

Þá opnaði systir Kimball framdyrnar og sagði ‚Ó, Susan!‘

Susan datt næstum um sjálfa sig og sagði: ‚Ég sá Kimball forseta í nýju jakkafötunum sínum á sunnudaginn. Pabbi kom nýlega með silkiefni frá New York og gaf mér … svo að ég bjó til bindi handa honum.‘

Áður en að Susan gat haldið áfram, stoppaði systir Kimball hana, tók í axlirnar á henni og sagði: ‚Susan, aldrei bæla örlæti niður.‘“9

Þetta kann ég vel að meta! „Aldrei bæla örlæti niður.“ Stundum þegar ég fæ tilfinningu um að gera eitthvað fyrir einhvern annan, þá velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið andleg hvatning eða bara mínar eigin hugsanir. Þá er ég minnt á það að: „Það, sem frá Guði er, hvetur og lokkar til að gjöra sífellt það sem gott er. Þess vegna er allt, sem hvetur og lokkar til góðs og til að elska Guð og þjóna honum, innblásið af Guði.“10

Hvort sem það eru beinar ábendingar eða bara löngun til að aðstoða þá er gott verk aldrei sóun því „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“11 – og er aldrei röng svörun.

Oft er tímasetningin óheppileg og við vitum sjaldan hver áhrifin verða af smáum þjónustuverkum okkar. Stöku sinnum þá munum við bera kennsl á að við höfum verið verkfæri í höndum Guðs og við munum vera þakklát fyrir að vita það að heilagur andi sem starfar í gegnum okkur, er birtingarmynd á viðurkenningu Guðs.

Systur, við getum beðið heilagan anda að sýna okkur „allt, sem [okkur] ber að gjöra,“12 jafnvel þegar verkefnalistinn okkar virðist vera fullur. Þegar við erum knúin til þess, þá getum við skilið diskana eftir í vaskinum eða tölvupóstinn uppfullan af ósvöruðum póstum, til þess að lesa fyrir barn, heimsækja vin, passa barn nágrannans eða þjóna í musterinu. Ekki misskilja mig – ég skrifa lista, mér finnst mjög gaman að merkja við hluti. Friðurinn kemur hins vegar frá því að vita að það að vera meira þýðir ekki endilega það sama og að gera meira. Það að svara óánægju með því að ákveða að fylgja hvatningu, breytir því hvernig ég hugsa um „minn tíma“ og ég lít á fólk sem tilgang lífs míns en ekki sem truflun.

Guðlegt ósætti leiðir okkur til Krists

Guðlegt ósætti leiðir til auðmýktar, ekki til sjálfvorkunnar eða vonbrigða sem kemur frá samanburði þar sem við komum alltaf illa út. Konur sem halda sáttmála sína eru af öllum stærðum og gerðum, fjölskyldur þeirra, lífsreynsla og aðstæður eru mismunandi.

Að sjálfsögðu mun engin okkar ná að uppfylla guðlega möguleika okkar og það er viss sannleikur í þeirri vitund að við erum ekki nægilega góðar einsamlar. Góðu fréttirnar í fagnaðarerindinu eru hins vegar þær að með náð Guðs, þá erum við nægilega góðar. Með aðstoð Krists, getum við gert alla hluti.13 Ritningarnar lofa því að við „hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.“14

Það sem kemur á óvart er að veikleikar okkar geta verið blessun, þegar þeir gera okkur auðmjúkar og snúa okkur til Krists.15 Ósættið verður guðlegt þegar við nálgumst Jesú Krist af auðmýkt með langanir okkar, frekar en að halda okkur tilbaka í sjálfsvorkunn.

Í raun byrja kraftaverk Jesú með því að borið er kennsl á löngun, þörf, vöntun eða misbrest. Munið þið eftir brauðhleifunum og fiskunum? Hver og einn höfunda guðspjallana segir frá því hvernig Jesús fæddi þúsundir fylgjenda sinna á undraverðan hátt.16 Sagan hefst samt á því að lærisveinarnir sjá skortinn, þeir gera sér grein fyrir því að þeir hafa einungis „fimm byggbrauð og tvo fiska, en hvað dugar það fyrir svo marga?“17 Lærisveinarnir höfðu rétt fyrir sér, þeir höfðu ekki nægilegan mat en þeir gáfu Jesú það sem þeir höfðu og hann sá þeim fyrir kraftaverkinu.

Hafið þið einhvern tíma upplifað að hæfileikar ykkar og gjafir séu hreinlega of veigalítil fyrir það verk sem liggur fyrir. Ég hef upplifað það. Við getum gefið Kristi það sem við höfum og hann mun margfalda framlag okkar. Það sem þið hafið fram að færa er meira en nóg – jafnvel með mannlega breyskleika ykkar – ef þið treystið á náð Guðs.

Sannleikurinn sem sá, að sérhvert okkar er einni kynslóð frá Guðdómnum, hver og einn er barn Guðs.18 Á sama hátt og hann hefur gert með bæði spámenn og venjulega karla og konur í gegnum aldirnar, þá ætlar himneskur faðir að breyta okkur.

C.S. Lewis útskýrði umbreytingarkraft Guðs á þennan hátt: „Sjáið ykkur sjálf sem lifandi hús. Guð kemur inn til þess að endurbyggja þetta hús. Til að byrja með þá skiljið þig það sem hann er að gera. Hann nær að laga niðurföllin og stoppa lekana í þakinu og svo framvegis og þú veist að þetta eru verkefni sem þarf að vinna svo það kemur þér ekki á óvart. Því næst byrjar hann að berja húsið að utan á þann hátt sem er ótrúlega sárt. … [Sjáðu til], hann er að byggja talsvert öðruvísi hús en það sem þú hafðir hugsað þér. … Þú hélst að það væri að gera þig að huggulegu litlu húsi, en hann er að byggja höll. Hann ætlar að koma og búa í henni sjálfur.“19

Vegna friðþægingarfórnar frelsarans, þá getum við verið gerð nægilega sterk til að takast á við það sem er framundan. Spámennirnir hafa kennt okkur að er við klifrum upp veg lærisveinsins, þá getum við verið helguð í gegnum náð Krists. Guðlegt ósætti getur komið okkur til að framkvæma í trú, fylgja boði frelsarans um að gera gott og að gefa honum líf okkar í auðmýkt. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, in Tad Walch, “‘The Lord’s Message Is for Everyone’: President Nelson Talks about Global Tour,” Deseret News, 12. apr., 2018, deseretnews.com.

  2. Neal A. Maxwell, “Becoming a Disciple,” Ensign, júní 1996, 18.

  3. Neal A. Maxwell, “Becoming a Disciple,” 16; leturbreyting hér.

  4. „Vanmáttartilfinning mun veikja trú ykkar. Ef þið dragið úr væntingum ykkar, þá mun markvirkni ykkar minnka, þrá ykkar veikjast og þið munið eiga erfiðara með að fylgja andanum“ (“What Is My Purpose as a Missionary?Preach My Gospel: A Guide to Missionary Service, uppfærð [2018], lds.org/manual/missionary.

  5. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 28.

  6. Joseph Smith—Saga 1:8.

  7. Joseph Smith—Saga 1:10; leturbreyting hér.

  8. Post 10:38.

  9. Bonnie D. Parkin, “Personal Ministry: Sacred and Precious” (Brigham Young University devotional, 13. feb. 2007), 1, speeches.byu.edu.

  10. Moró 7:13.

  11. 1 Kor 13:8.

  12. 2 Ne 32:5.

  13. „Allt megna ég fyrir hjálp [Krists], sem mig styrkan gjörir“ (Fil 4:13).

  14. Hebr 4:16.

  15. „Og komi menn til mín, mun ég sýna þeim veikleika sinn. Ég gef mönnum veikleika, svo að þeir geti orðið auðmjúkir. Og náð mín nægir öllum mönnum, sem auðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra.(Eter 12:27; skáletrað hér).

  16. Sjá Matt 14:13–21; Mark 6:31–44; Lúk 9:10–17; Jóh 6:1-14.

  17. Jóh 6:9.

  18. Boyd K Packer kenndi: „Hversu göfugt sem ykkar jarðneska ætterni væri eða hver sem kynþáttur ykkar eða þjóðerni væri, þá væri hægt að rita ættgöfgi anda ykkar í fáeinum orðum. Þú ert barn Guðs!“(“To Young Women and Men,” Ensign, maí 1989, 54).

  19. C. S. Lewis, Mere Christianity (1960), 160.