2005
Spurningar og svör
Apríl 2005


Spurningar og svör

“Sumir hafa sagt mér að ég sé með vanmáttarkennd, en samkvæmt minni bestu vitund stend ég bara öðrum að baki. Hvað get ég gert til að auka sjálfstraust og vellíðan úr því ég er ekki aðlaðandi og bý ekki yfir jafn mikilli greind eða hæfileikum og aðrir?”

LÍAHÓNA

Svo virðist sem þú sért að tileinka þér hætti heimsins til að ávinna þér sjálfsvirðingu. Sá háttur er þessi: „Mér líður betur, ef ég er að einhverju marki betri en aðrir.“ Sá háttur er alltaf dæmdur til að mistakast, vegna þess að alltaf er hægt að finna einhvern sem er gáfaðri, fallegri eða hæfileikaríkari en maður sjálfur.

Lausnin til aukinnar sjálfsvirðingar felst í því að tileinka sér reglur Drottins. Þú ert hvorki betri né verri en aðrir, því þú ert barn Guðs. „Svo segir Drottinn: Þér skuluð ekki meta eitt hold öðru æðra, og einn maður skal ekki telja sig öðrum æðri“ (Mósía 23:7). Fólk kann að hafa öðruvísi hæfileika en þú, en þú átt þinn eigin styrkleika og gjafir andans, sem þú getur miðlað öðrum.

Himneskur faðir vill að okkur líði betur með sjálf okkur. Friður og gleði er í raun sú blessun sem fylgir því að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Himneskur faðir vill að við séum hamingjusöm, en Satan vill kalla yfir okkur eymd. Við getum greint slíka andstæðu hjá Móse. Þegar djöfullinn freistaði Móse, hlaut hann styrk með því að biðjast fyrir og minnast þess að hann væri barn Guðs (sjá HDP Móse 1:13, 24–25).

Við erum, líkt og Móse, börn Guðs. Satan vill að við gleymum því. Hann veit að við finnum til vanmáttar, ef hann getur lætt þeirri hugsun inn hjá okkur að við séum lítilfjörleg. Hann vill því að við dæmum okkur eftir mælikvarða heimsins. Eftir útliti, vinsældum, gáfum o.s.frv.

Viðmiðanir Drottins eru aðrar. „Drottinn lítur á hjartað“ (1 Sam 16:7). Séum við dyggðug og ástrík að eðlisfari, „þá mun traust [okkar] vaxa og styrkjast í návist Guðs“ (K&S 121:45). Það eykur sjálfstraustið mest.

Reyndu þetta til að auka vellíðan þína:

  • Gerðu líkt og Móes, biðstu fyrir um að Drottinn hjálpi þér að minnast þess að þú ert barn hans með mikilvægt hlutverk.

  • Lestu patríarkablessunina þína.

  • Leitaðu þess góða innra með þér.

  • Þjónaðu öðrum. Þjónusta sem fúslega er veitt getur stuðlað að gleði og sjálfsvirðingu.

  • Gerðu líkamsæfingar. Líkamleg hreyfing er góð til upplyftingar sálinni.

  • Veittu þakkir í bænagjörð.

  • Ræktaðu hæfileika þína með því að gera eitthvað sem þú hefur gaman af að gera.

  • Haltu boðorðin, sem er mikilvægast. Þetta er leiðin til hamingjunnar.

Við aukum ekki eigin vellíðan með því að reyna að vera betri en aðrir. Það eykur vellíðan okkar að vita að Guð elskar okkur og að gera það sem hann óskar að við gerum.

LESENDUR

Þegar ég heyri um að aðrir hafi vanmáttarkennd, verð ég döpur hið innra og fer að hugsa um hve dapur skapari okkar verður er hann sér að okkur líkar ekki við okkur sjálf. Við gleymum of fljótt að við er börn Guðs og að hann elskar okkur eins og við erum. Við búum öll að mismunandi gjöfum. Einn syngur vel og annar veitir góða leiðsögn. Spurðu vini og fjölskyldu hvað þeim finnist til um þig og kunna að meta í fari þínu.

Deborah Torke, sautjándu Neumünster-deild, Neumünster-stiku, Þýskalandi

Stundum finn ég til vanmáttarkenndar En ég kemst yfir hana með því að hafa ávallt í huga að ég er barn Guðs og að hann elskar mig. Þá öðlast ég aukið sjálfstraust og mér líður þá alltaf betur.

April Flores, 17, fyrstu Catbalogan-grein, Catbalogan-umdæmi, Filippseyjum

Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Mér fannst eitt sinn að allir aðrir væru betri en ég, svo til hvers að leggja sig fram? Það var tvennt sem fékk mig ofan af slíkum hugsunarhætti: (1) Ég tók að þjóna öðrum. Það fékk mig til að finnast ég vera sérstök og mikilvæg. Og (2) ég tók að leggja rækt við hæfileika mína. Allir hafa einhverja hæfileika. Hafðu ávallt í huga að við erum öll börn himnesks föður, sem elskar okkur.

Lizzie Pecora, 16, Grouse Creek-deild, Oakley-stiku, Idaho

Hugsaðu um þína eigin kosti. Ég er viss um að þú finnur ýmislegt. Trúðu á sjálfa þig. Þegar ég finn til vanmáttarkendar gagnvart einhverjum, er það vegna þess að ég ber saman veikleika mína við styrkleika annarra. Svo auðvitað mun ég finna til vanmáttarkenndar Ég myndi ekki bera mig saman við aðra, ef ég væri í þínum sporum.

Shay Branch, 14, fjórðu Greeley-deild, Greeley-stiku, Kolorado

llir hafa veikleika og því er nauðsynlegt að setja sér markmið til að sigrast á þeim. Bæklingurinn Til styrktar æskunni er gagnlegur í slíkri viðleitni. Ef við lærum efni þess bæklings, tökum við að uppgötva hina ýmsu hæfileika. Við verðum ætíð að biðjast fyrir, fasta, lesa ritningarnar, sækja fjölskyldukvöld og vera sjálfsörugg, og þá mun allt verða okkur til velfarnaðar.

Nikolay Losev, 17, Nizhegorodsky Tsentralny-grein, Moskvu-trúboði, Rússlandi

Ég biðst fyrir til himnesks föður til að auka eigin vellíðan og gera veikleika minn að styrkleika. Ég reyni að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir segja um mig. Ég trúi að allir eigi einhverja gjöf. Við þurfum aðeins að uppgötva hana með því að gera allt nauðsynlegt til þess. Það besta sem ég get gert er að rækta trú á Krist, reiða mig á hann. Þannig öðlast ég innri frið.

Srinakorn Supakote, 18, Korat-grein, Khon-Kaen-umdæmi, Thaílandi

Guð gefur okkur öllum hæfileika og gjafir. Mikilvægt er að við treystum Guði framar okkur sjálfum, því hann veitir okkur styrk og hugrekki til að gera allt nauðsynlegt og veitir okkur skilning á okkar eigin mikilvægi og hversu dýrmæt við erum.

Emilie Levert, 20, Lemoyne-deild, Québec-stiku, Montréal

Reyndu að lesa ritningarnar og biðjast fyrir til að hljóta hjálp. Ritningarnar eru orð Guðs. Ef þú kannar þær vandlega, munt þú finna svarið. Guð mun hjálpa þér að sigrast á erfiðleikum þínum, ef þú sýnir trú.

Joseph Chittock, 12, Catford-deild, Wandsworth-stiku London, Englandi

Svör Líahóna og lesenda eru aðeins leiðbeiningar en ekki yfirlýstar kenningar kirkjunnar.

Sjálfsvirðingu … er best að öðlast með því að koma á nánu sambandi við Guð.

Ef við elskum Guð, gerum vilja hans og óttumst dóma hans meira en dóm manna, munum við öðlast sjálfsvirðingu…

… Kristur vill lyfta okkur upp á sama stall og hann er á.“

Ezra Taft Benson forseti (1899–1994), “Cleansing the Inner Vessel,” Ensign, maí 1986, 6; “Beware of Pride,” Ensign, maí 1989, 6.