2016
Hjónaband er vígt af Guði
febrúar 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, Febrúar 2016

Hjónaband er vígt af Guði

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Spámenn, postular og leiðtogar halda áfram að „[lýsa] því hátíðlega yfir að hjónaband milli karls og konu [sé] vígt af Guði og að fjölskyldan [sé] kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans“1

Öldungur D. Todd Christofferson í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Fjölskylda, sem grundvölluð er á hjónabandi karls og konu, er besta umgjörðin til að áætlun Guðs nái fram að ganga. …

… Hvorki við, né nokkrir aðrir, fáum breytt þessari guðlegu hjónabandsreglu.“2

Bonnie L. Oscarson, aðalforseti Stúlknafélagsins, sagði: „Allir, burtséð frá hjónabandsstöðu þeirra eða barnafjölda, geta verið verjendur áætlunar Drottins sem lýst er í fjölskylduyfirlýsingunni. Ef þetta er áætlun Drottins þá ætti hún einnig að vera okkar áætlun!“3

Öldungur Christofferson sagði líka: „Sum ykkar njóta ekki blessunar hjónabands af ástæðum sem gætu verið skortur á tækifærum, samkynhneigð, líkamlegir eða huglægir annmarkar eða ótti við að mistakast. … Þið gætuð líka hafa gift ykkur og hjónabandið endað með skilnaði. … Sum ykkar, sem eruð gift, geta ekki átt börn. …

Hvað sem þessu líður, … þá geta allir lagt sitt af mörkum við að leiða fram hina guðlegu áætlun meðal eigin kynslóða.“4

Viðbótarritningargreinar

1 Mós 2:18–24; 1 Kor 11:11; Kenning og sáttmálar 49:15–17

Raunverulegir atburðir

Bróðir Larry M. Gibson, fyrrverandi fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Piltafélagsins, minntist þess þegar Shirley, sem nú er eiginkona hans, sagði:

„‚Ég elska þig af því að ég veit að þú elskar Drottin meira en þú elskar mig.‘ …

Þetta svar stakk mig í hjartað. …

… Ég vildi þá að hún vissi alltaf að ég elskaði Drottin framar öllu.“5

Öldungur David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Drottinn Jesús Kristur er þungamiðjan í hjónabandi sáttmálans. … [Ímyndið ykkur að] staða frelsarans væri á topphorni þríhyrnings, og staða konunnar og karlsins við sitthvort grunnhornið. Hugleiðið nú hvað gerast mun í sambandi karls og konu þegar þau staðfastlega, hvort um sig, ‚koma til Krists‘ og leggja kapp á að ‚ná … fullkomnun í honum‘ (Moró 10:32). Vegna frelsarans og fyrir frelsarann komast þau nær hvort öðru.“6

Heimildir

  1. „Fjölskyldan: „Yfirlýsing til heimsins,“ Líahóna, nóv. 2010, 129.

  2. D. Todd Christofferson, „Why Marriage, Why Family,“ Liahona, maí 2015, 52.

  3. Bonnie L. Oscarson, „Defenders of the Family Proclamation,“ Liahona, maí 2015, 15.

  4. D. Todd Christofferson, „Why Marriage, Why Family,“ 52.

  5. Larry M. Gibson, „Fulfilling Our Eternal Destiny,“ Ensign, feb. 2015, 21–22.

  6. David A. Bednar, „Marriage Is Essential to His Eternal Plan,“ Liahona, júní 2006, 54.

Til hugleiðingar

Hvernig reyni ég staðfestlega að „koma til Krists?“