2017
Hafið Drottin í huga alla daga
October 2017


Æskufólk

Hafið Drottin í huga alla daga

Vinir, heimilisstörfin, heimanámið, sjónvarpið – það er svo margt sem kallar á athygli okkar. Við lofum samt himneskum föður í hverri viku „[að hafa son hans Jesú Krist ávallt í huga]“ (K&S 20:79).

Eyring forseti segir að við getum „dag hvern hagað vali okkar þannig“ að það hjálpi okkur að hafa frelsarann í huga. Hugleiðið að setja markmið í þessari viku um að hafa frelsarann oftar í huga dag hvern. Þið getið skráð í dagatal og einsett ykkur að gera eitthvað eitt á degi hverjum til að styrkja samband ykkar við hann. Eyring forseti nefndi hluti eins g að lesa í ritningunum, biðja í trú og þjóna frelsaranum og öðrum. Einnig mætti nefna að halda dagbók, sækja kirkjusamkomur, hlusta á aðalráðstefnuræður, fara í musterið, syngja sálma – og þannig mætti lengi upp telja! Ef við minnumst frelsarans daglega, þá hefur Eyring forseti lofað að „blessanir … munu veitast jafnt og þétt, … [og] munu gera okkur að sönnum lærisveinum Drottins Jesú Krists.“