2020
Bæta upplifun okkar í musterinu
Apríl 2020


Bæta upplifun okkar í musterinu

„Hið helga musteri er kóróna endurreisnarinnar. Helgiathafnir og sáttmálar þess eru nauðsynleg til að undirbúa þá sem eru tilbúnir að taka á móti frelsaranum við síðari komu hans.“1

Öðru hverju hefur Æðsta forsætisráðið gert breytingar á athöfnum og starfsháttum musterisins, til að bæta upplifun meðlima í musterinu og til að auðvelda þeim sem þangað fara að finna nánari tengingu við Guð innan þessara helgu veggja.

Sem hluta af musterisupplifuninni, klæðast meðlimir viðhafnarfatnaði með kenningarlegri og táknrænni þýðingu sem hægt er að rekja aftur til musteristilbeiðslu í Gamla testamentinu (sjá 3. Mósebók 8 og 2. Mósebók 28).

Nokkrar breytingar verða gerðar á viðhafnarklæðnaði musterisins. Þessar breytingar munu ekki endurspegla breytingar á táknrænu eða kenningarlegu starfi musterisins, heldur er tilgangurinn að gera musterisupplifunina einfaldari, þægilegri og auðveldari, með því að gera fatnaðinn auðveldari að klæðast, annast og ódýrari að kaupa.

Nokkrir þeirra breytinga eru:

  • Einfaldari hönnun á slæðu og kyrtli.

  • Plastið verður fjarlægt úr höfuðfatinu og bandið tekið af höfuðfatinu og slæðunni.

  • Notað verður endingarbetra efni sem verður hið sama fyrir kyrtla, höfuðfat og mittislinda, sem gerir það endingarbetra og auðveldara í umhirðu.

Við vonumst til að þessar breytingar muni auðvelda ykkur hina helgu upplifun, er þið gerið musteristilbeiðslu að reglulegum þætti í lífi ykkar.

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, „Lokaorð,“ aðalráðstefna, október 2019