2022
Hvað er heimiliskvöld?
Ágúst 2022


„Hvað er heimiliskvöld?“ Líahóna, ág. 2022.

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, ágúst 2022

Hvað er heimiliskvöld?

Ljósmynd
móðir, faðir og lítil stúlka sitja utandyra

Heimiliskvöld er frátekinn vikulegur tími fyrir fjölskylduna til að vera saman á. Á þessum tíma er hægt að „læra um fagnaðarerindið, efla vitnisburð, stuðla að einingu og njóta hvers annars“ (General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 2.2.4, ChurchofJesusChrist.org). Heimiliskvöld er mismunandi á milli fjölskyldna. Markmiðið er að nýta þennan tíma til að verða nánari og nálgast frelsarann.

Undirbúningur

Hugsið um eitthvað sem fjölskyldan hefur gaman af að gera saman og trúarefni sem þið viljið ræða og læra saman. Veljið líka dag og tíma í vikunni þar sem flestir eða allir fjölskyldumeðlimir geta komið saman. Kirkjan hvetur meðlimi til að hafa heimiliskvöld á mánudagskvöldum. Fjölskyldur geta þó komið saman hvenær sem hentar best.

Ljósmynd
fjölskyldubæn

Bæn

Margar fjölskyldur hefja og ljúka heimiliskvöldi með bæn. Það býður heilögum anda inn á heimili þeirra. Heimiliskvöld er tilvalinn tími fyrir börn og fullorðna til að læra að biðja í litlum hópi.

Tónlist

Margar fjölskyldur hafa líka inngangssálm og lokasálm. Þær velja yfirleitt lag úr sálmabókinni eða söngbók barnafélagsins. Kirkjan er með píanóupptökur af sálmunum á music.ChurchofJesusChrist.org. Þið getið einnig horft á myndbönd af Tabernacle Choir at Temple Square. Það að syngja á heimiliskvöldi hjálpar meðlimum að læra sálmana sem sungnir eru í kirkju.

Lexía

Kirkjan býr yfir mörgum úrræðum sem geta hjálpað við heimiliskvöld. Þið gætuð varið nokkrum mínútum við að lesa og ræða grein úr Líahóna, Barnavini eða Til styrktar ungmennum. Þetta getur einnig verið tími til að horfa á og ræða kirkjumyndbönd. Þið gætuð líka lesið ræðu frá aðalráðstefnu, lesið ritningar eða rætt lestur vikunnar í Kom, fylg mér.

Ljósmynd
börn við smákökubakstur

Ljósmynd af börnum við smákökubakstur, eftir Michelle Loynes

Fjölskylduþátttaka

Börn geta tekið þátt í heimiliskvöldi. Þau geta hjálpað til við að ákveða athafnir og verkefni, bænir eða velja lög og stjórna söngnum. Þau geta jafnvel kennt lexíu. Áður en heimiliskvöld hefst, gætuð þið hjálpað barninu ykkar að lesa sögu í tímaritinu Barnavinur eða eftirlætis ritningarsögu. Barnið getur síðan sagt fjölskyldunni söguna sem lexíu. Mörgum börnum finnst líka gaman að leika ritningasögurnar á heimiliskvöldi. Leyfið eldri börnum að ákveða lexíu eða velja aðalráðstefnuræðu sem þau myndu vilja lesa. Fáið þau svo til að leiða umræður.

Athafnir og verkefni

Margar fjölskyldur njóta þess að hafa athafnir og verkefni sem hluta af heimiliskvöldi. Athafnir og verkefni innandyra geta t.d. verið að fara í leiki, föndra eða elda saman.

Utandyra væri hægt að fara í göngutúra, lengri göngur eða spila saman íþróttir. Finnið eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í og skemmtið ykkur saman. Forðist augnablik þar sem keppnisskapið getur hrakið burtu andann.

Þjónusta

Heimiliskvöld er frábær tími fyrir fjölskyldur til að þjóna öðrum. Þið gætuð t.d. hjálpað eldri nágrönnum, borið fram mat í neyðarskýli fyrir heimilislausa, skrifað trúboðum eða týnt upp rusl.