2022
Hlutverk meðalgangara
Ágúst 2022


Boðskapur svæðisleiðtoga

Hlutverk meðalgangara

Orðið „meðalgangari“ kemur úr latínu og þýðir milligöngumaður, málamiðlari.

Í jarðlífi okkar eru tilvik líkt og í viðskiptum, þegar við kaupum eða leigjum hús eða bíl, og einnig í átökum, og þurfum meðalgangara.

Til að ná árangri í sáttamiðlunarferlinu, þarf meðalgangari að vera hlutlaus, sanngjarn, óhlutdrægur og að tryggja að enginn réttur hlutaðeigandi aðila verði brotinn.

Sem hluta af sæluáætluninni, hefur Drottinn séð okkur fyrir jarðnesku lífi. Fæðing okkar er afleiðing þeirra ákvarðana sem við tókum áður og er mjög mikilvægt skref í eilífri framþróun okkar.

Jarðlíf okkar, takmarkað af tíma, er stutt og það styttist með hverjum deginum sem líður. Samt er það nauðsynlegt fyrir hjálpræði okkar, því það gerir okkur kleift að taka daglegar ákvarðanir sem geta annað hvort fært okkur nær himneskum föður okkar eða fjarlægt okkur honum.

Af Benjamín konungi lærum við að „hinn náttúrlegi maður er óvinur Guðs og hefur verið það frá falli Adams og mun verða það alltaf (…), nema hann láti undan umtölum hins heilaga anda“ (Mósía 3:19). Með verkum okkar einum saman, með okkar holdlega eðli, og án hjálpar, getum við ekki náð tilgangi þessa lífs.

Við verðum stöðugt fyrir áhrifum af tveimur andstæðum öflum, öðru sem laðar okkur til að gera gott og hinu sem tælir okkur til að gera illt. „Þess vegna gaf Drottinn Guð manninum rétt til að breyta samkvæmt sjálfstæðum vilja. og sjálfstæð gat breytni mannsins aðeins orðið, ef hann léti laðast að annarri hvorri andstæðunni“ (2. Nefí 2:16).

Drottinn þekkir fullkomlega áskoranir þessa jarðneska lífs. Hann þekkir veikleika okkar og styrkleika, hann veit að í þessu ákvarðanaferli, munum við gera mistök og þess vegna hefur hann veitt séð okkur fyrir meðalgangara.

„Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna“ (1. Tímóteusarbréf 2:5). Þessi meðalgangari er Jesús Kristur, hann er meðalgangari sáttmála okkar við föðurinn. Það er fyrir hann sem við komum til himnesks föður.

Kristur „er meðalgangari betri sáttmála“ (Hebreabréfið 8:6). Þessi sáttmáli gerir mögulegt að kröfum réttvísinnar og miskunnarinnar verði fullnægt.

Þökk sé friðþægingu Jesú Krists, sem tók á sig syndir okkar, að við eigum kost á að iðrast og uppfylla allar kröfur sáttmálans. Hann gerði samninginn mögulegan.

Drottinn gaf okkur af sinni óendanlegu visku einn sólarhring í einu, sem skiptist í 24 klukkustundir; hver dagur er nýr dagur, nýtt tækifæri, endurfæðing.

Við getum hugleitt gjörðir okkar í lok hvers dags, við getum fært Drottni, í auðmjúkri bæn, daglega viðleitni okkar, áskoranir okkar, þakkað og beðið um hjálp hans fyrir hinn nýja dag. Hver dagur er endurfæðing, við höfum nýtt tækifæri til að velja það sem er rétt og vera aðeins betri en við vorum deginum áður.

Auk meistara okkar Jesú Krists, okkar eilífa æðsta meðalgangara, veit Drottinn, að sem hluti af áætluninni, koma þeir tímar í lífi okkar að við þurfum að hafa aðra meðalgangara sem eru nálægt okkur. Hann endurreisti því kirkju sína á þessum síðari dögum á grundvelli spámanna og postula sem hafa alla prestdæmislyklana og staðarleiðtogum til að hjálpa okkur.

Framar öllu, veit ég að okkar mesti meðalgangari er frelsari okkar Jesús Kristur. Hversu dásamleg blessun það er að vita, að finna að með einlægri iðrun getum við verið laus við syndir okkar.

Ég veit að jafnvel þótt allt bresti í okkar eigin lífi, jafnvel þótt við séum beitt órétti eða verðum ofsótt, jafnvel allt til dauða, þá mun meðalgangari okkar, Jesús Kristur, ekki bregðast. Ég set allt mitt traust á hann. Ég veit að hann mun ganga úr skugga um að allur réttur okkar, blessanir og forréttindi verða tryggð til enda og við munum sigra. Í nafni Jesú Krists. Amen.