2023
Trú á Jesú Krist
Apríl 2023


„Trú á Jesú Krist,“ Líahóna, apríl 2023.

Líahóna: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2023

Trú á Jesú Krist

Ljósmynd
vangamynd af Jesú

Jesús Kristur, eftir Harry Anderson

Að hafa trú á Jesú Krist er fyrsta frumregla fagnaðarerindisins (sjá Trúaratriðin 1:4). Trú okkar mun hjálpa okkur að taka ákvarðanir sem leiða okkur aftur til himnesks föður. Við getum unnið að því að styrkja trú okkar út lífið.

Ljósmynd
börn og ungmenni samansöfnuð umhverfis bók

Hvað er trú?

Trú er stöðug tiltrú eða að bera traust til einhvers. Að hafa trú felur í sér von og tiltrú á að hlutir séu sannir, jafnvel þegar þeir eru ekki sýnilegir eða við fáum ekki skilið þá fyllilega (sjá Hebreabréfið 11:1; Alma 32:21).

Ljósmynd
mynd af Jesú Kristi

Hluti af Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann

Trú sem byggist á Jesú Kristi

Ef trú okkar á að leiða til frelsunar, verður hún að byggja á því að Jesús Kristur sé frelsari okkar og lausnari. Að hafa trú á Krist þýðir að bera traust til hans. Það þýðir að reiða okkur algerlega á hann – treysta á kraft hans, vitsmuni og elsku. Það þýðir líka að trúa og fylgja kenningum hans.

Ljósmynd
hjón nema ritningarnar

Auka við trú okkar

Trú er gjöf frá Guði, en við verðum að leita að henni og leggja okkur fram við að halda henni sterkri. Við getum aukið við trú okkar með því að biðja og nema ritningarnar og kenningar síðari daga spámanna. Við eflum líka trú okkar við það að lifa í réttlæti og halda sáttmála okkar.

Lifa í trú

Trú er meira en bara tiltrú. Hún felur í sér að breyta eftir trúnni. Við sýnum trú okkar með lifnaðarháttum okkar. Trú á Jesú Krist hvetur okkur til að fylgja hinu fullkomna fordæmi hans. Trú okkar leiðir til þess að við hlýðum boðorðunum, iðrumst synda okkar og gerum og höldum sáttmála.

Ljósmynd
Jesús læknar blindan mann

Trú getur leitt til kraftaverka

Sönn trú færir kraftaverk sem geta komið í formi sýna, drauma, lækninga eða annarra gjafa frá Guði. Ritningarnar hafa að geyma margar frásagnir af fólki sem hlaut kraftaverk frá Drottni vegna trúar þess á hann. Sjá „kraftaverk“ í Leiðarvísi að ritningunum til að sjá fleiri dæmi.

Trú getur fært frið

Það getur styrkt okkur í erfiðleikum að hafa trú á Guð og sáluhjálparáætlun hans. Trú getur veitt okkur styrk til að láta ekki deigan síga og takast á við mótlæti með hugdirfsku. Trú okkar á frelsarann getur fært okkur frið, jafnvel þegar framtíðin virðist óráðin.

Ljósmynd
faðir heldur á barni sínu er þau horfa á mynd af Jesú

Trú á Jesú Krist leiðir til sáluhjálpar

Að iðka trú á Krist leiðir til sáluhjálpar. Kristur hefur búið okkur leið til að hljóta eilíft líf. Þegar við lifum eftir trú okkar á hann, getum við hlotið fyrirgefningu synda okkar og snúið aftur til að lifa á ný með Guði.