2023
Fyrsta sakramentið
Júní 2023


„Fyrsta sakramentið,“ Barnavinur, júní 2023, 46–47.

Mánaðarlegur boðskapur: Barnavinur, júní 2023

Sögur úr ritningunum

Fyrsta sakramentið

Ljósmynd
Jesús situr við borð með postulum sínum

Myndskreyting: Apryl Stott

Jesús Kristur kom saman með postulum sínum áður en hann dó. Hann veitti þeim sakramentið.

Ljósmynd
Jesús heldur á brauði

Jesús braut brauðið og gaf þeim. Hann bauð þeim að eta það til að hjálpa þeim að minnast þess að hann hafi gefið líf sitt í þeirra þágu.

Ljósmynd
Jesús heldur á bikar

Jesús færði þeim síðan bikar. Hann bauð þeim að drekka af honum. Það myndi líka hjálpa þeim að hafa hann í huga.

Ljósmynd
Hinir fyrstu kristnu að meðtaka sakramentið

Sakramentið hjálpaði postulum Jesú að hafa hann í huga, jafnvel eftir að hann var ekki hjá þeim. Þeir gátu fundið elsku hans og minnst þess að halda boðorðin.

Litasíða

Ég get meðtekið sakramentið

Ljósmynd
Drengur meðtekur sakramentið

Myndskreyting: Apryl Stott

Þegar ég meðtek sakramentið get ég hugsað um Jesú og elsku hans til mín.