2023
Skipulag kirkju Jesú Krists
Október 2023


„Skipulag kirkju Jesú Krists, Líahóna, okt. 2023.

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, október 2023

Skipulag kirkju Jesú Krists

Ljósmynd
mynd af Jesú Kristi

Drottinn Jesús Kristur, eftir Del Parson

Jesús Kristur er höfuð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann innblæs spámenn og postula til að leiða kirkjuna á okkar tíma, eins og hann gerði á tíma Gamla testamentisins. Þeir njóta aðstoðar annarra kirkjuleiðtoga.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er kirkja frelsarans. Hún „hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini“ (Efesusbréfið 2:20). Það merkir að hann sé mikilvægasti hluti undirstöðunnar. Hann leiðir kirkjuna með spámönnum og postulum sem hann hefur útvalið sem leiðtoga.

Ljósmynd
Æðsta forsætisráðið

Æðsta forsætisráðið

Forseti kirkjunnar er spámaður Guðs á jörðu í dag. Hann er sá postuli sem hefur starfað lengst og eini maðurinn á jörðinni sem fær opinberun allri kirkjunni til leiðsagnar. Drottinn innblæs hann til að vita hvaða tvo postula hann skal kalla til að þjóna sem ráðgjafar hans. Þeir skipa Æðsta forsætisráðið. Allir þrír eru spámenn, sjáendur og opinberarar.

Tólfpostulasveitin

Meðlimir Tólfpostulasveitarinnar eru líka spámenn, sjáendur og opinberarar. Þeir eru kallaðir sem sérstök vitni Jesú Krists. Þeir ferðast um heiminn til að kenna og vitna um hann. (Sjá Kenning og sáttmálar 107:23, 33.)

Sveitir hinna Sjötíu

Meðlimir sveita hinn Sjötíu eru líka kallaðir til að vera vitni Jesú Krists (sjá Kenning og sáttmálar 107:25). Þeir hjálpa Tólfpostulasveitinni að kenna fagnaðarerindið og byggja upp kirkjuna um allan heim.

Ljósmynd
leiðtogar ráðgast saman

Ljósmynd eftir Machiko Horii

Staðarleiðtogar

Stiku- eða umdæmisforsætisráð ykkar, biskupsráð eða greinarforsætisráð og öldungasveitar- og Líknarfélagsforsætisráð hafa líka verið kölluð af Guði. Þau geta hjálpað ykkur að læra fagnaðarerindið og lifa eftir því. Þið getið lært um sumar af þessum köllunum í mars blaðinu 2022 í trúargreininni „Þjóna í kirkjuköllunum.“