2013
Drekka af uppsprettunni
Apríl 2013


Uns við hittumst á ný

Drekka af uppsprettunni

Jesús Kristur er uppspretta hins lifandi vatns.

Þegar við ræðum um fegurð mustera, bendum við yfirleitt á turnana, gluggana og veggmyndirnar. Við ræðum af lotningu um skírnarfonta, musterisgjafaherbergi, innsiglunarherbergi og himnesk herbergi.

Þegar spámaður vígir musteri og helgar það Drottni, vígir hann alla bygginguna, ekki aðeins fallegu hlutana sem allir sjá. Í vígslubæn Kansas City musterisins í Missouri Temple, sagði Thomas S. Monson forseti: „Við vígjum lóðina sem þetta musteri stendur á. Við vígjum sérhvern hluta þessarar fallegu byggingu, allt frá óséðum sökklinum til hinnar tignarlegu persónuímyndar af Moróní, sem er hæsti punktur hennar.“1 Þegar Joseph Fielding Smith forseti flutti vígslubæn Ogden musterisins í Utah, vígði hann „sökkulinn, veggina, gólfið, loftið, turnana og alla hluta byggingarinnar,“ og hann helgaði „allan vélbúnað þess, rafleiðslur, innréttingar, loftræstikerfi og lyftur og allt sem viðkemur þessari byggingu.“2

Ég er þakklátur fyrir að Drottinn innblæs spámenn sína til að vígja hvern hluta allra mustera. Þótt hurðarlamir eða rafleiðslur hafi augljóslega minni tilgang en altari í innsiglunarherbergi, eru þeir gagnlegir hinum endanlega guðlega tilgangi musterisins.

Einn slíkur gagnlegur tilgangur hefur hjálpað mér að læra varanlega lexíu. Ég var eitt sinn í Salt Lake musterinu og var á leið út úr búningsherberginu, eftir að hafa tekið þátt í helgiathöfn fyrir dána. Ég tók eftir drykkjarbrunni og ég gerði mér grein fyrir að ég væri þyrstur, svo ég beygði mig til að teyga aðeins af vatninu. Orð bárust þá í huga minn:

Þú drekkur vatnið í musterinu, en teygar þú í raun af hinu lifandi vatni sem hér er fáanlegt?

Þetta voru ekki orð ögunar eða hirtingar—aðeins ljúf áminnig og spurning fyrir sálina til að ígrunda.

Svar mitt við þessari spurningu var neikvætt. Ég teygaði ekki nægilega mikið af hinu lifandi vatni musterisins. Ég varð að viðurkenna að ég hafði látið hugann reika þegar ég rétt áður hafði tekið þátt í helgiathöfninni fyrir dána. Þótt ég hefði gert dyggðugt verk fyrir fólkið sem þarfnaðist hjálpar minnar, hafði ég ekki tekið á móti allri þeirri hjálp sem ég þurfti á að halda.

Ætíð, þegar ég fer nú í musterið, leita ég uppi drykkjarbrunn og staldra við til að drekka af honum. Ég spyr mig hve vel ég teyga af brunni hins lifandi vatns. Svar mitt er: Enn ekki nægilega mikið. En þorsti minn er að verða meiri.

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, í „Kansas City Missouri Temple: ‘Beacon of Divine Light’—an Offering of Hands and Hearts,” Church News, 12. maí, 2012, ldschurchnews.com.

  2. Joseph Fielding Smith, í „Ogden Temple Dedicatory Prayer,“ Ensign, mars 1972, 12.

Ljósmynd © iStockphoto.com/Amphotora