2013
Frá lesendum
Apríl 2013


Frá lesendum

Heilagur andi kennir mér

Frá því að fjölskylda mín gekk í kirkjuna, hef ég séð þann kraft sem kemur frá því að lesa Líahóna. Það er út af þessum djúpstæðu orðum sem ég fékk innblástur um að þjóna í trúboði. Í tímaritinu er fjallað um ýmis málefni, en það sem skipti mig máli er það sem heilagur andi kennir mér í hvert sinn sem ég les það. Sannarlega verðum við frjáls — jafnvel á „óvinasvæði“ (sjá Boyd K. Packer, “How to Survive in Enemy Territory,” Líahóna, okt. 2012, 24) — er við lærum, lesum og heimfærum þær kenningar sem eru kenndar. Frelsarinn lifir, prestdæmið er á jörðunni og Guð er á himnum.

Newton T. Senyange, Úganda

Leiðrétting

Októbertölublað Líahóna árið 2012 gerði þau mistök að eigna röngum ljósmyndara myndirnar í greininni “First Stake in India Organized” á blaðsíðum 76–77. Réttur ljósmyndari er systir Gladys Wigg. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum.

Í desembertölublaði Líahóna, árið 2012 skírðist Vigil fjölskyldan, sem rætt var um í greininni “Sacred Transformations” á bls. 36, í júlí 2010, en ekki í júní árið 2011. Einnig þá fæddist Andrea Vigil í júlí en ekki ágúst, 2012.S

Myndin á blaðsíðu tvö í bókinni Teachings of Presidents of the Church: Lorenzo Snow er með rangt heiti. Myndin er af syni Snow forseta, Oliver Goddard Snow. Einnig er myndatextinn á blaðsíðu 28 eilítið rangur. Víxla ætti nöfnum Brigham Young yngri og Francis M. Lyman.