2013
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Apríl 2013


Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér á eftir koma nokkur dæmi.

„Hlutverk og þjónusta Jesú Krists,“ bls. 18: Öldungur Russell M. Nelson miðlar fimm atriðum tengdum lífi Jesú Krists sem við getum hagnýtt okkur. Íhugið að ræða þessi atriði og hvernig þið getið hagnýtt ykkur þau í lífinu. Þið getið lesið sögu í ritningunum um líf frelsarans eða horft á biblíustuttmynd (biblevideos.lds.org) sem er lýsandi fyrir eitt atriðanna. Þið getið endað á að gefa vitnisburð ykkar um líf og starf hans og með því að syngja „Auk heilaga helgun“ (Sálmar, nr. 39).

„Hvað er sannur vinur?“ bls. 52: Þið getið byrjað á því að spyrja: Hvað er sannur vinur? Lesið skilgreiningu og umræðu öldungs Roberts D. Hales um hvers kyns vinir okkur ber að vera. Íhugið að segja frá reynslu þar sem einhver kom fram við ykkur sem sannur vinur og að ræða um viðhorf sem hjálpað getur fjölskyldumeðlimum að verða betri vinir annarra.

„Musterishátíðahöld!“ bls. 62: Skoðið myndirnar með fjölskyldu ykkar af mismunandi musterishátíðahöldum barna. Íhugið að sýna mynd af því museri sem næst er ykkur og ræða um mikilvægi mustera. Leggið áherslu á að fjölskyldur geti aðeins innsiglast í musterum. Þið getið endað á því að syngja „Fjölskyldur geta átt eilífð saman“ (bls. 65).

Á þínu tungumáli

Líahóna og fleira kirkjuefni er aðgengilegt á mörgum tungumálum á languages.lds.org.

Ljósmynduð teikning eftir Cody Bell © IRI