2013
Mikilvægi góðra vina
Apríl 2013


Kenna Til styrktar æskunni

Mikilvægi góðra vina

Vinir hafa mikil áhrif á breytni okkar, einkum á æskuárunum. „Þeir munu hafa mikil áhrif á hvernig þið hugsið og breytið og jafnvel ákvarða hvers konar manneskjur þið verðið.“1 Og þegar þið veljið góða vini, „munu þeir verða ykkur mikill styrkur og blessun. … Þeir munu hjálpa ykkur að verða betri manneskjur og auðvelda ykkur að lifa í samhljóm við fagnaðarerindi Jesú Krists.“2

Á síðum 52–53 í þessu riti, kennir Elaine S. Dalton, aðalforseti Stúlknafélagsins, mikilvægi þess að velja góða vini og að vera góður vinir. „Að leita þess besta í fari annarra, er kjarni sannrar vináttu,“ sagði hún.

Að byggja vináttu á þessum reglum, hjálpar æskufólki að stuðla að varanlegum samböndum og félagshæfni, sem er meira en aðeins að verða „vinir“ í gegnum samskiptasíður Alnetsins. Sem foreldrar getið þið hjálpað börnum ykkar að skilja mikilvægi þess að vera góður vinur og að velja vini sem hvetja þau til að lifa eftir fagnaðarerindinu. Eftirfarandi tillögur geta verið gagnlegar.

Ábendingar um kennslu æskufólks

  • Leitið í ritningunum sem fjölskylda að dæmum um góða vináttu. Ræðið hvers kyns eiginleikar eru að baki slíkri góðri vináttu. Íhugið vináttu Davíðs og Jónatans (sjá 1 Sam 18–23), Rutar og Naomi (sjá Rut 1–2), og Alma og sona Mósía (sjá Mósía 27–28; Alma 17–20).3

  • Lesið kaflann um vini í Til styrktar æskunni. Miðlið unglingum ykkar hvernig vinátta hefur haft áhrif á líf ykkar. Biðjið þau að miðla hvernig þau verða og hafa orðið fyrir áhrifum af vinum þeirra.

  • Lesið grein systur Daltons í þessu riti. Ræðið markmiðið sem dóttir hennar, Emi, setti sér um að eignast góða vini. Hjálpið börnum ykkar að setja sér markmið um hvernig vini þau vilji eignast og hvernig vinir þau vilji vera.

  • Íhugið að hafa fjölskyldukvöld þar sem þið miðlið hugmyndum um að mynda vináttu, svo sem: „Verið sjálf góðir vinir, svo þið eignist góða vini. Sýnið öðrum einlægan áhuga, brosið og látið þá finna að ykkur sé annt um þá. Sýnið öðrum góðvild og virðingu og forðist að dæma og gagnrýna þá sem umhverfis ykkur eru.“4

Ábendingar um kennslu barna

  • Að hjálpa öðrum er hluti af því að vera vinur. Lesið „Standing Up for Caleb“ í mars 2009 útgáfu Líahóna og ræðið við börn ykkar um hvernig þau geti sýnt öllum vinsemd sem þau kynnast.

  • Í öllum aðstæðum þurfum við að ákveða hvernig vinir við viljum vera. Syngið saman „Mig langar að líkjast Jesú“5 og ræðið síðan við börn ykkar um hvernig þau geti ákveðið að vera góðir vinir, líkt og frelsarinn, við hinar ýmsu aðstæður.

Heimildir

  1. Til styrktar æskunni (bæklingur, 2011), 16.

  2. Til styrktar æskunni, 16.

  3. Sjá Jeffrey R. Holland, „Real Friendship,“ New Era, júní 1998, 62–66.

  4. Til styrktar æskunni, 16.

  5. „Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40.

Teikning eftir Taia Morley