2013
Páskavikan
Apríl 2013


Páskavikan

Frelsari okkar Jesús Kristur uppfyllti friðþæginguna—sem fól í sér þjáningar hans í Getsemanegarðinum, krossfestingu hans á Golgata og upprisu hans úr gröfinni—í síðustu viku lífs hans.

Á stórþingi himins, áður en jörðin var sköpuð, kynnti himneskur faðir áætlun sína fyrir okkur, börnum hans. Við hrópuðum af gleði þegar himneskur faðir ákvað að velja Jesú Krist til að framfylgja áætlun hjálpræðis (sjá Job 38:7 og Abraham 3:27). Jesús fæddist af Maríu frá Betlehem og lifði syndlausu lífi. Sökum friðþægingar hans getum við snúið að nýju til dvalar hjá himneskum föður og hlotið eilíft líf. Jesús Kristur mun koma að nýju í mætti og dýrð, til að dvelja á jörðunni í Þúsundáraríkinu og hann mun dæma alla menn á efsta degi.

Eftirfarandi eru ljósmyndir af stuttmyndum úr Biblíunni, sem eru lýsandi fyrir síðustu vikuna í lífi frelsarans. Íhugið að lesa ritningargreinarnar sem skráðar eru fyrir hverja mynd. Kynnið ykkur guðspjöllin fjögur í Bible Dictionary eða Leiðarvísi að ritningunum, til að vita tímaröð atburðanna. Biblíu-stuttmyndirnar eru fáanlegar á biblevideos.lds.org.

Ljósmynd

Á fimmta deginum fyrir páskana, kom Jesús ríðandi á ösnu í Jerúsalem, líkt og spáð hafði verið. Fólkið tók á móti honum sem konungi sínum og hrópaði „hósíanna“ og lagði klæði sín og pálmagreinar framan við fætur ösnunnar. (Sjá Matt 21:1–11; Mark 11:1–11; Sakaría 9:9.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Í annað sinn í jarðneskri þjónustu sinni hreinsaði Jesús forgarð musterisins. „Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli,“ sagði hann við víxlarana (Matt 21:13). Margir hinna blindu og lömuðu komu síðan til hans í musterið og hann læknaði þá. En þegar æðstu prestarnir og fræðimennirnir sáu kraftaverkin hans, urðu þeir reiðir og ráðgerðu að koma honum fyrir kattarnef. (Sjá Matt 21:12–17; Mark 11:15–19.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Jesús Kristur, hinn eingetni sonur föðurins, laut svo lágt að koma til jarðarinnar til að frelsa alla menn frá fallinu. (Sjá 1 Ne 11:16–22, 26–33; Alma 7:10–13.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Í vikunni flutti frelsarinn sumar sinna minnistæðustu prédikanir, ásamt kennslu hans um eyrir ekkjunnar. (Sjá Mark 12:41–44; Lúk 21:1–4.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Í Getsemanegarðinum kraup frelsarinn og baðst fyrir og angistin sem hann upplifði vegna synda heimsins olli því að hann „skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda“ (K&S 19:18). Brátt kom Júdas Ískaríot og fjöldi vopnaðra mann til að taka Jesú höndum og allir lærisveinar hans yfirgáfu Drottin og flýðu. (Sjá Matt 26:36–56; Mark 14:32–50; Lúk 22:39–53.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Við síðustu kvöldmáltíðina lofaði Jesús postulum sínum að þeir myndu hljóta huggarann eða heilagan anda, þegar hann færi burtu. Hann kenndi þeim að minnast sín með því að meðtaka sakramentið. Í kvöldsins lok flutti Jesú fyrirbæn sína, og bað þess að eining mætti ríkja meðal lærisveinar hans. (Sjá Matt 26:17–30; Mark 14:12–26; Lúk 22:14–32; Jóh 13–17.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Eftir ólögmæt réttarhöld og grimmilega hýðingu, leyfði Jesús Kristur að hann yrði krossfestur, og lauk þannig „hinni miklu og síðustu fórn,“ sem gerði hjálpræði mögulegt fyrir öll börn Guðs (sjá Alma 34:14–15). Áður en nóttin skall á tóku fylgjendur Jesú líkama hans niður af krossinum, sveipuðu hann línklæði og lögðu hann í gröf. (Sjá Matt 27; Lúk 23; Mark 15; Jóh 19.)

Ljósmyndir © IRI

Ljósmynd

Sunnudagur rann upp og María Magdalena og aðrar trúfastar konur fóru að gröfinni til að smyrja líkama Jesú. Þær sáu að grafarsteinninn var ekki fyrir munnanum og tveir englar lýstu yfir gleðitíðindum: „Hann er ekki hér. Hann er upp risinn“ (Matt 28:6). Hinn upprisni frelsari hafði sigrað líkamlegan dauða og gert hverju okkar mögulegt að lifa að nýju: „Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist“ (1 Kor 15:22). (Sjá Matt 28; Mark 16; Lúk 24; Jóh 20).

Ljósmyndir © IRI