2013
Hvar get ég fengið svona tímarit?
Apríl 2013


Hvar get ég fengið svona tímarit?

Sharon Rather, Nevada, Bandaríkjunum

Þegar ég var á rútuferðalagi með fjölskyldu minn, frá Nevada til Alaska, Bandaríkjunum, bryddaði ég upp á samræðum við háa, myndarlega og vinsamlega konu sem sat hinu megin við gangveginn.

Hún spurði hvert ferð minni væri heitið og ég sagði okkur á leið til Juneau, Alaska, til að heimsækja son okkar og fjölskyldu hans. Hún sagðist vera frá Las Vegas. Hún varð síðan klökk og bætti við að hún væri á ferð til Juneau til að heimsækja tengdafólk sitt, í þeim tilgangi að hafa minningarathöfn um eiginmann sinn, sem hún hafði verið gift í 20 ár. Hann hafði nýverið látist af völdum krabbameins.

Mér varð litið yfir gangveginn og varð hugsað hve gæfusöm ég var að þekkja áætlun hjálpræðis og að vera musterisþjónn í Las Vegas musterinu í Nevada. Ég velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að uppörva þessa konu.

Skyndilega komu orð spámannsins Josephs Smith skýrt upp í huga minn, sem ég hafði dreift á blöðum í Líknarfélaginu. Þegar hann stofnaði Líknarfélagið, sagði hann að systurnar munu „fúslega líkna hinum ókunnuga; þær munu veita hinum sáru og hrjáðu bæði, viðsmjör og vín; þær munu þerra tár munaðarleysingjans og vekja fögnuð ekkjunnar“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 449).

Ég horfði aftur yfir gangveginn. Ég sá ókunnugan í bágindum, ekkju sorgmædda í hjarta. Ég minntist þess að hafa lesið í júlí 2011 útgáfu Ensign fyrr um daginn. Í því voru nokkrar hughreystandi greinar sem ég taldi að gætu orðið henni til huggunar og hvatningar.

Ég taldi í mig hugrekkið, fletti upp á grein í tímaritinu og bauð henni að lesa hana. Ég fylgdist náið með henni og sá mér til undrunar að hún las hverja setningu—af áhuga. Þegar hún hafði lokið lestri greinarinnar, tók hún að lesa aðra grein.

Greinilega hafði eitthvað sem hún las snert hjarta hennar. Hún þrýsti tímaritinu þétt að brjósti sér og þerraði tár af hvörmum sér.

„Hvar get ég fengið svona tímarit?“ spurði hún mig. Ég sagði að hún mætti eiga það. Hún las þá enn meira.

Þegar við komum til Juneau, tók hún í hönd mína, horfði beint í augu mér og sagði: „Þakka þér fyrir.“

Ég lærði heilmikla lexíu af þessari reynslu. Við erum umlukin ókunnugum, sorgmæddum í hjarta, sem þarfnast hvatningarorða og vitneskju um það sem við vitum sem Síðari daga heilagir.