2013
Kirkjan hér og þar
Apríl 2013


Kirkjan hér og þar

Ósk um myndir af æskufólki

Þema ársins í starfi unga fólksins er „Standið á helgum stöðum og haggist ekki“ (K&S 87:8). Piltar og stúlkur, Líahóna er að leita að myndum af ykkur stöddum á helgum stöðum. Myndirnar gætu sýnt ykkur í faðmi fjölskyldunnar, að þjóna, vinna trúboðsstarf, í listsköpun, að læra fagnaðarerindið, að njóta náttúrunnar og fleira í þeim dúr! Svona sendið þið myndirnar ykkar inn.

  • Fáið einhver til að taka mynd af ykkur þar sem þið standið á helgum stað.

  • Sendið mynd ykkar í hárri upplausn til liahona@ldschurch.org.

  • Skrifið útskýringu með, á því hvers vegna þetta er helgur staður fyrir ykkur.

  • Látið fylgja fullt nafn ykkar, fæðingardag, nafn á deild og stiku (eða grein og umdæmi) og netfang foreldra ykkar, með í tölvupóstinum.

Í næsta tölublaði verða svo sýndar myndir af æskufólki alls staðar að úr heiminum.

Postular heimsækja Morokkó

Eftir að hafa stofnað 3000. stiku kirkjunnar í Sierra Leone í Vestur-Afríku, í desember 2012, fór öldungur Jeffrey R. Holland úr Tólfpostulasveitinni og heimsótti litla, afskekkta grein kirkjunnar í Rabat, Morokkó.

Á sérstakri sunnudagskvöldvöku, deildi öldungur Holland þeim kærleika sem kirkjuleiðtogar hafa gagnvart hverjum kirkjuþegn um allan heim, sama hve fáir þeir eru eða afskekktir landfræðilega þeir gætu verið.

„Við höfum ekki gleymt ykkur,“ sagði hann „og þið eruð hluti af þessu undraverða verki er Drottinn ber kennsl á og hraðar söfnun Ísraels á þessum stórkostlegu, síðustu ráðstöfunartímum.“

Helgun Tegucigalpa-musterisins í Hondúras

Sunnudaginn 17. mars árið 2013, eftir hátíðarhöld og þriggja vikna opið hús, var Tegucigalpa musterið í Hondúras helgað í þremur mismunandi athöfnum, sem voru sendar út til allra kirkjueininga í Hondúras og Níkaragva.

Kirkjuþegnar í Hondúras, sem hafa hingað til þurft að ferðast í nokkra klukkutíma til að komast í Gvatemala City musterið í Gvatemala, fögnuðu því að sjá fyrsta musteri landsins helgað. Æðsta forsætisráðið tilkynnti byggingu þessa musteris þann 9. júní árið 2006, og fyrsta skóflustungan var tekin 12 september, 2009.

Monson forseti heimsækir Þýskaland

Seint á árinu 2012 ferðaðist Thomas S. Monson til Þýskalands til að hitta kirkjuþegna í Hamborg, Berlín, Munchen og Frankfurt, og til að hvetja þá til að fylgja Jesú Kristi.

„Hann kenndi fyrirgefningu með því að fyrirgefa,“ sagði hann meðlimunum í Frankfurt. „Hann kenndi samúð með því að vera samúðarfullur. Hann kenndi trúrækni með því að gefa af sjálfum sér.“

Æskufólk um allan heim sýnir hvernig þau standa á helgum stöðum.