2013
Ráðgastu við Drottinn
Apríl 2013


Ráðgastu við Drottinn

Eduardo Oliveira, Ceará, Brasilíu

Þegar ég var 15 ára var ég hrifin af bekkjarsystur minni og langaði að fara á stefnumót með henni. Hún var aðlaðandi, en ég velti fyrir mér hvort ég ætti að bjóða henni út áður en ég yrði 16 ára. Ég minntist Alma 37:37, en þar segir: „Ráðgastu við Drottin um allt, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann mun leiðbeina þér til góðs.“ Svo þetta var það sem ég gerði. Ég baðst fyrir og beið í nokkra daga eftir bænheyrslu Drottins áður en ég tók ákvörðun.

Dag einn í kirkju kallaði biskupinn mig afsíðis og bauð mér að halda ræðu næsta sunnudag. Hvert haldið þið að efnið hafi verið? Farið ekki á stefnumót við hitt kynið fyrr en þið eruð orðin í það minnsta sextán ára. Mér fannst þetta vera bænheyrsla Drottins fyrir mig og svarið var nei. Hvernig gat ég kennt eitthvað sem ég lifði ekki eftir?

Þar sem ég hafði ráðgast við Drottin, fékk ég lært vilja hans fyrir mig og hlaut styrk til að standast freistinguna. Ég veit að ef við ráðgumst við Drottin, mun hann sýna okkur vilja sinn og við verðum ríkulega blessuð.