2013
Tíu atriði til að komast að því hvort þú hafir snúist til trúar
Apríl 2013


Tíu atriði til að komast að því hvort þú hafir snúist til trúar

Tyler Orton býr í Java, Indónesíu.

Ljósmynd

Ég lærði á prestdæmisfundi að einn tilgangur Aronsprestdæmisins væri að hjálpa okkur að „snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists og lifa eftir kenningum hans.“1 Ég skildi ekki alveg merkingu orðanna að „snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists.“ Ég spurði foreldra mína og eldri systkini hverja þau álitu merkinguna vera og saman ræddum við um margar leiðir til að vita hvort við hefðum snúist til trúar.

Við komum upp með tíu atriði, þótt þau séu líklega fleiri. Þar sem trúarumbreyting er ævilangt ferli, þurfum við ekki að vera fullkomin á öllum þessum sviðum núna, heldur geta þau hjálpað okkur að vita hvort við tökum framförum.

  1. Þegar við höfum snúist til trúar, vitum við ekki aðeins hvað okkur ber að gera, heldur þráum við líka að gera það sem rétt er. Ekki nægir að forðast ranga breytni einungis til að forðast refsingu eða að vera staðin að verki. Þegar við höfum sannlega snúist til trúar, viljum við í raun velja hið rétta.

  2. Annað einkenni þess að hafa snúist til trúar, er að við þráum ekki að lengur að breyta ranglega. Antí-Nefí-Lehíarnir eru gott dæmi um það. Þegar þeir höfðu snúist til trúar á fagnaðarerindi Krists, „[gjörðu] þeir sáttmála við Guð um að þjóna honum og halda boðorð hans“ (Mósía 21:31). Líkt og Nefítarnir, sem Benjamín konungur kenndi, „[hneigðust þeir] ekki lengur til illra verka“ (Mósía 5:2). Þeir snérust sannlega til trúar á fagnaðarerindi Krists og freistingar Satans höfðu ekki lengur áhrif á þá.

    Ljósmynd

    Lamanítarnir sem höfðu snúist til trúar, grófu vopn sín, til að sýna að þeir yrðu trúfastir sáttmála sínum um að lifa eftir fagnaðarerindinu (sjá Alma 24).

  3. Þegar við höfum snúist til trúar, hugum við meira að því sem Guði finnst um okkur, heldur en hvað öðrum finnst. Í skólanum mínum í Indónesíu hneigjast nemendur til mikillar drykkju. Stundum getur það verið freistandi að fara út til að skemmta sér, þegar allir gera það og hæðast að manni fyrir að gera það ekki. Bróður mínum var oft boðið á drykkjuskemmtanir, en hann þáði það aldrei—hann stóð fastur á trú sinni. Það reyndist erfitt og oft var hann einn heima á kvöldin. Þegar nemendur kvöddu hann við útskrift hans, voru nokkrir sem létu hann vita af því hve aðdáunarvert þeim finndist að hann hefði getað staðist þrýsting jafnaldra sinna og verið trúfastur stöðlum sínum. Þau sögðu hann meiri mann í sínum augum sökum þess. Hann sýndi að hann hafði snúist til trúar með því að standast þrýsting jafnaldra sinna.

  4. Þegar við höfum snúist til trúar, reynum við okkar besta til að lifa ætíð eftir fagnaðarerindinu—ekki aðeins á sunnudögum eða þegar auðvelt reynist, heldur ævinlega. Breytni okkar er ekki háð félagsskapnum sem við erum í og fer ekki eftir því hver horfir á okkur. Þegar jafnaldrar okkar segja grófa brandara eða vilja horfa á ósiðsama mynd, látum við ekki til leiðast, aðeins vegna þess að enginn er að fylgjast með okkur; við stöndum öllu heldur fast á því sem við trúum.

  5. Ljósmynd

    Þegar við höfum snúist til trúar, erum við ljúfari og samúðarfyllri í samskiptum okkar við aðra. Við dæmum ekki eða gagnrýnum eða slúðrum. Við erum meðvitaðri um tilfinningar annarra og okkur verður eðlislægt að leita leiða til að þjóna og hjálpa. Ef við erum á gangi í sölum skólans okkar, og einhver missir bækurnar sínar, þurfum við ekki að hugsa okkur tvisvar um viðbrögð okkar. Okkur verður ósjálfrátt að stöðva og hjálpa.

  6. Ljósmynd

    Þegar við höfum snúist til trúar, verður þrá okkar sterkari til að biðjast fyrir og okkur finnst við raunverulega ræða við Guð í bænum okkar. Við munum ætíð gefa okkur tíma til að biðjast fyrir, hvernig sem okkur líður eða vegnar í lífinu. Ezra Taft Benson forseti (1899–1994) sagði okkur: „Ef okkur finnst við ekki geta beðist fyrir, ættum við að biðja þar til okkur langar til að biðja.“2

  7. Þegar við höfum snúist til trúar, hlökkum við til sunnudagsins, því hann er hvíldardagur. Þegar sunnudagur rennur upp hugsum við ekki: „Ó nei, nú get ég ekki hangið úti með vinum mínum eða farið í bíó!“ Við hugsum heldur: „Gott, nú get ég farið í kirkju og hugsað um hið andlega og varið tíma með fjölskyldu minni!“

    Ljósmynd
  8. Þegar við höfum snúist til trúar, höldum við boðorðin og við reynum ekki að finna afsaknir, réttlæta hegðun okkar eða finna grá svæði. Við látum ekki reyna á þolmörkin; við höldum einfaldlega boðorðin, því við vitum að það er betri leiðin.

  9. Ljósmynd

    Þegar við höfum snúist til trúar, er það okkur ánægjuefni að greiða tíund okkar. Okkur finnst það forréttindi og að tíu prósent sé ekki það mikið, einkum í samanburði við blessanirnar og ánægjuna sem við hljótum. Þær blessanir eru langtum dýrmætari en peningarnir sem við greiddum.

  10. Ljósmynd

    Þegar við höfum snúist til trúar, eykst þrá okkar til að hjálpa öðrum að þekkja sannleikann og finna hamingjuna sem við höfum fundið. Gott dæmi úr ritningunum er draumur Lehís, þar sem hann hafði sterka þrá til að deila hinum ljúffenga ávexti af tréi lífsins með fjölskyldu sinni. Þegar hann neytti af ávextinum, kom fyrst upp í huga hans að neyta hans ekki frekar sjálfur, heldur að líta til fjölskyldu sinnar, svo þau mættu meðtaka af ávextinum og upplifa sömu gleði (sjá 1 Ne 8:12).

Við vitum, til samantektar, að við höfum snúist til trúar Þegar við förum að lifa eftir æðra lögmálinu, fagnaðarerindi Jesú Krists. Við lifum eftir anda lögmálsins, sem og bókstafi lögmálsins. Við lifum eftir fagnaðarerindinu á öllum sviðum lífsins. Við lifum algjörlega eftir fagnaðarerindinu, ekki vegna þess að við verðum að gera það, heldur vegna þess að við viljum gera það. Við erum hamingjusamari og vinsamlegri og við viljum verða sú manneskja sem himneskur faðir vill að við verðum. Við viljum líkjast Jesú Kristi og fylgja fordæmi hans. Þegar við verðum slík manneskja, höfum við sannlega snúist til trúar.

Heimildir

  1. Handbook 2: Administering the Church (2010), 8.1.3.

  2. Ezra Taft Benson, „Pray Always,“ Líahóna, júní 1990, 4.

Ljósmyndaðar teikningar © IRI; Antí-Nefí-Lehítarnir grafa sverð sín í jörðu, eftir Del Parson © IRI

Efst: Ljósmynduð teikning © IRI; smápeningar © isStockphoto.com/Thinkstock; SÝN LEHÍS UM TRÉ LÍFSINS, EFTIR Robin Luch © IRI