2013
Hvers vegna Mormónsbók er okkur nauðsynleg
Apríl 2013


Hvers vegna Mormónsbók er okkur nauðsynleg

Ljósmynd
Hin helga Biblía, Mormónsbók

Teikning eftir Bryan Beach; video capture © 2001 IRI

Sumir kunn að spyrja hvers vegna við þurfum Mormónsbók þegar við höfum Biblíuna. Í raun, þá bar Jesús Kristur vitni um að það myndi gerast (sjá 2 Ne 29:3). Það eru margar ástæður fyrir því að Mormónsbók er mikilvæg á okkar tíma (sjá til að mynda 2 Ne 29:7–11). Hér eru aðeins nokkrar ástæður tilgreindar fyrir mikilvægi hennar.

Annað vitni um Jesú Krist

Ritningarnar sýna fram á ákveðið mynstur margra vitna við að endurreisa sannleika í kirkju Krists. Mormónsbók er annað vitni til viðbótar við Biblíuna, sem vitnisburður um Krist. Öldungur Mark E. Petersen (1900–84) í Tólfpostulasveitinni, sagði eitt sinn: „Megin ástæða þess að við höfum Mormónsbók, er sú að fyrir munn tveggja eða þriggja vitna verður öllu komið til leiðar. (Sjá 2 Kor 13:1.) Við höfum Biblíuna; við höfum líka Mormónsbók. Þær geyma tvær raddir—eru tvö helgirit—frá tveimur fornum þjóðum algjörlega aðskildum, og báðar bera þær vitni um guðleika Drottins Jesú Krists.“1 Ezra Taft Benson (1899–1994) sagði ennfremur: „Við megum ekki gleyma því að Drottinn sjálfur kom fram með Mormónsbók sem sitt aðalvitni.“2

Fylling fagnaðarerindisins

Við vitum að „skýr og dýrmæt atriði, hafa verið felld úr“ Biblíunni í tímans rás (sjá 1 Nephi 13:40). Mormónsbók úrskýrir kenningu Krists og færir fyllingu fagnaðarerindisins á jörðuna að nýju (sjá 1 Ne 13:38–41). Mormónsbók gerir okkur kleift að vita að skírnina verður að framkvæma með niðurdýfingu (sjá 3 Ne 11:26) og að lítil börn þarfnast ekki skírnar (sjá Moró 8:4–26).

Þungamiðja hinnar endurreistu kirkju

Spámaðurinn Joseph Smith vitnaði að Mormónsbók væri „burðarsteinn trúar okkar.“3 Þar sem við vitum það, virðist ekki um tilviljun að ræða að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var stofnuð 6. apríl 1830, aðeins 11 dögum eftir að Mormónsbók var fyrst fáanleg til almennrar sölu 26. mars 1830. Kirkjan var ekki stofnuð fyrr en burðarsteinsritning hennar var aðgengileg meðlimum hennar.

Blessun í lífi okkar

Spámaðurinn Joseph Smith sagði um Mormónsbók, að „maðurinn kæmist nær Guði með því að fara eftir kenningum hennar, fremur en nokkurrar annarrar bókar.“4 Í Mormónsbók býr kraftur til lífsbreytingar—bæði til að breyta ykkar lífi og þeirra sem þið miðlið bókinni. Henry B. Eyring forseti og fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, hefur vitnað: „Öruggt er að Mormónsbók getur haft áhrif á persónuleika ykkar og veitt ykkur kraft og hugrekki til að vera vitni fyrir Guð. Kenning bókarinnar og frækin dæmi hennar munu lyfta okkar, leiða og uppörva. … Bænarþrungið nám í Mormónsbók mun þróa trú á Guð föðurinn, hans ástkæra son og fagnaðarerindi hans. Hún mun styrkja trú á spámenn Guðs, nútíma sem fornra. … Hún getur fært ykkur nær Guði en nokkur önnur bók. Hún megnar að breyta lífi til hins betra.“5

Heimildir

  1. Mark E. Petersen, „Evidence of Things Not Seen,“ Ensign, maí 1978, 63.

  2. The Teachings of Ezra Taft Benson (1988), 204.

  3. Joseph Smith, í formála Mormónsbókar.

  4. Joseph Smith, í formála Mormónsbókar.

  5. Henry B. Eyring, „Vitni,“ Aðalráðstefna, okt. 2011, 79–80.

Sunnudagslexíur

Efni þessa mánaðar: Fráhvarfið og endurreisnin