2017
Ég hafði þegar tekið ákvörðun
March 2017


Æskufólk

Ég hafði þegar tekið ákvörðun

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Ég hlaut eitt sinn dýrmæta lexíu í námsbekk Stúlknafélagsins um kynferðislegan hreinleika – efni sem fékk margar stúlkurnar til að iða í sætum sínum. Ég man ekki allt efnið sem kennt var þennan dag, en ég man eftir því að leiðtogi okkar ræddi um eina af hennar persónulegu lífsreglum – að vera ætíð kynferðislega hrein. Orð hennar höfðu áhrif á mig og ég einsetti mér þá að tileinka mér sjálf þessa lífsreglu.

Dag einn, er ég var á heimleið í rútu eftir íþróttaviðburð, hóf einhver krakkanna leik sem fól í sér að segja sannleikann eða taka áskorun. Mér og fleiri krökkum leiddist, svo við tókum þátt í leiknum. Þegar að mér kom, þá var skorað á mig að gera nokkuð sem ég vissi að var ekki rétt. Mér hefði getað reynst erfitt að ákveða mig, en orð leiðtoga Stúlknafélagsins komu í huga minn og mér reyndist auðvelt að taka af skarið. Ég hafnaði þessu strax. Ég hafði þegar ákveðið hvernig bregðast skildi við í slíkum aðstæðum.

Ég veit að þegar við förum í kirkju og tileinkum okkur það sem þar er kennt, þá munum við blessuð með auknum andlegum styrk og vernd frá freistingum heimsins.