2017
Hinn lífgandi kraftur Jesú Krists og friðþægingar hans
March 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, mars 2017

Hinn lífgandi kraftur Jesú Krists og friðþægingar hans

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á tilgangi Líknarfélagsins búið dætur Guðs undir blessanir eilífs lífs?

Ljósmynd
Relief Society seal

Trú, fjölskylda, líkn

„Allt megna ég fyrir hjálp [Krists], sem mig styrkan gjörir“ (Fil 4:13). „Við höfum öll veikleika, en getum samt sigrast á þeim,“ sagði Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu. „Sannlega er það vegna náðar Guðs að veikleikar geta orðið að styrkleika ef við erum auðmjúk og höfum trú.“1

Frelsari okkar segir í Kenningu og sáttmálum: „Ég mun fara fyrir yður. Ég mun verða yður til hægri handar og til þeirrar vinstri, og andi minn mun vera í hjörtum yðar og englar mínir umhverfis yður, yður til stuðnings“ (K&S 84:88).

„Nefí er dæmi um þann sem þekkti, skildi og reiddi sig á hinn lífgandi kraft frelsarans,“ sagði öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni. „Bræður Nefís kefluðu hann og hugðust síðan drepa hann. Gætið að bæn Nefís: ‚Ó Drottinn, bjarga mér úr höndum bræðra minna vegna trúar minnar á þig, já, gef mér jafnvel kraft til að slíta af mér böndin, sem ég er fjötraður‘ (1 Ne 7:17; skáletrað hér).

„… Nefí bað þess ekki að aðstæður hans breyttust. Hann bað þess öllu heldur að hann hlyti styrk til að breyta sjálfur aðstæðum sínum. Ég held að hann hafi einmitt beðist þannig fyrir, því hann þekkti, skildi og hafði upplifað hinn lífgandi kraft friðþægingarinnar.

Ég trúi ekki að böndin sem Nefí var keflaður með hafi bara fallið af höndum hans og fótum fyrir einhverja töfra. Fremur að hann hafi verið blessaður bæði með þrautseigju og styrk umfram hans náttúrlega getu, og ‚með Drottins styrk‘ (Mósía 9:17) hafi hann togað og teygt á böndunum, þar til honum tókst loks bókstaflega að losa þau af sér.“2

Fleiri ritningargreinar og upplýsingar

Jes 41:10; Eter 12:27; reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „The Gift of Grace,“ Liahona, maí 2015, 108.

  2. David A. Bednar, „Strength beyond Our Own,“ New Era, mars 2015, 4.