2017
Hugsað um Jesú
April 2017


Hugsað um Jesú

Höfundur býr í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Ljósmynd
Thinking of Jesus

Mía var eftirvæntingarfull. Þetta var hennar fyrsta skipti í kirkju! Trúboðar höfðu sagt fjölskyldu hennar frá þessari kirkju. Þau ákváðu að fara þangað.

Mía horfði umhverfis sig. Hún sá hvítan dúk á borði. Eitthvað var undir honum.

„Hvað er undir dúknum?“ Spurði Mía einn trúboðann.

Systir Hanson brosti. „Það er sakramentið.“

Sakramentið. Það var flókið orð. Mía hafði heyrt trúboðana segja mömmu sinni og pabba frá því. Hún var þó ekki viss um hvað það væri.

Allir sungu söng. Tveir menn lyftu hvíta dúknum. Undir honum voru bakkar með brauði á! Mía fylgdist með þeim brjóta brauðið í smátt.

Eftir sönginn flutti annar mannanna bæn. Aðrir menn útdeildu brauðinu til allra.

„Brauðið hjálpar okkur að minnast líkama Jesú,“ hvíslaði systir García.

Mía tók bita af brauði. Hún ímyndaði sér að Jesús stæði fyrir framan hana.

Síðan var önnur bæn flutt. Mennirnir fóru um með bakka og útdeildu litlum bollum með vatni í.

„Vatnið hjálpar okkur að minnast blóðs Jesú,“ hvíslaði systir García. „Hann dó fyrir okkur, því hann elskar okkur.“

Mía tók bolla með vatni. Hún hugsaði til þess hve heitt Jesús elskaði hana. Henni fannst sem hann faðmaði hana innilega að sér.

Síðar gaf systir Hanson Míu litla mynd af Jesú. „Við neytum brauðsins og vatnsins til að minnast Jesú og lofum að fylgja honum.“ Hún brosti. „Hvað fannst þér um sakramentið?“

Mía horfði á myndina af Jesú. Hún minntist þess hve henni hafði liðið vel. Hún brosti. „Það var dásamlegt! Ég elska Jesú.“