2017
Gleði sem lærisveinn Jesú Krists
August 2017


Æskufólk

Gleði sem lærisveinn Jesú Krists

Hafið þið einhvern tíma átt erfiðan dag? Hvað gerðuð þið til að auðvelda ykkur hann? Uchtdorf forseti veit að „við upplifum öll okkar trega, sorgir og vonbrigði. Stundum verðum við jafnvel kjarklaus og buguð.“

Úrræði hans er að lifa því sem hann kallar „líf lærisveinsins,“ að „vera trúföst og sækja fram í trú.“ Þegar við sækum fram í trú, þá getum við sett traust okkar á Guð, haldið bororð hans og þjónað öðrum – og upplifað gleði af öllu saman! Líkt og Uchtdorf forseti sagði: „Þeir sem lifa lífi lærisveinsins … eru þeir sem koma miklu til leiðar með sínum yfirlætislausu verkum.“

Hugleiðið að skrá hvað þið getið gert til að lifa lífi lærisveinsins. Þið getið til að mynda skrifað hugmyndir um þjónustu, líkt og: „Hjálpa foreldri að tilreiða kvöldmat,“ eða hugmynd um að halda boðorðin,líkt og: „Biðja um aukna þolinmæði gagnvart systkinum mínum.“ Næst þegar þið upplifið kvíða eða örvæntingu, finnið þá listann, veljið hugmynd og látið reyna á hana!