2017
Lifa helguðu lífi
August 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2017

Lifa helguðu lífi

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á tilgangi Líknarfélagsins búið dætur Guðs undir blessanir eilífs lífs?

Ljósmynd
Relief Society seal

Trú, fjölskylda, líkn

„Að helga er að taka eitthvað frá sem heilagt, að tileinka það helgum tilgangi,“ sagði öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni. „Raunveruleg velgengni í þessu lífi hlýst með því að helga líf okkar tilgangi Guðs – sem er tími okkar og ákvarðanir.“1

Öldungur Neal A. Maxwell (1926–2004), í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Við hneigjumst til að líta svo á að helgun sé aðeins að gefa af okkar veraldlegu eigum, að guðlegri handleiðslu. Endanleg helgun er hins vegar að gefa sjálfan sig Guði.“2

Þegar við helgum okkur sjálf tilgangi Guðs, mun trú okkar á Jesú Krist og friðþægingu hans aukast. Þegar við lifum helguðu lífi, þá er mögulegt að gera okkur heilög fyrir tilverknað réttlætisverka.

Carole M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði: „Öldungur Robert D. Hales kenndi: ‚Þegar við gerum og höldum sáttmála, þá hverfum við frá heiminum og inn í ríki Guðs.‘

Við höfum umbreyst. Við höfum annað yfirbragð og breytum öðruvísi. Það sem við lesum og segjum er af öðrum toga og það sem við klæðumst er af öðrum toga, því við verðum dætur Guðs, bundnar honum með sáttmála.“3

Helgun er sáttmáli sem Guð gerir „við Ísraels hús eftir þetta segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð“ (Jer 31:33). Að lifa helguðu lífi, er að vera í samhljóm við áætlun Guðs fyrir okkur.

Viðbótarritningagreinar

1 Þess 1:3; Kenning og sáttmálar 105:5

reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. D. Todd Christofferson, „Reflections on a Consecrated Life,“ Liahona, nóv. 2010, 16.

  2. Neal A. Maxwell, „Consecrate Thy Performance,“ Liahona, júlí 2002, 39.

  3. Carole M. Stephens, „Wide Awake to Our Duties,“ Liahona, nóv. 2012, 115–16.