2017
Líf lærisveinsins
August 2017


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, ágúst 2017

Líf lærisveinsins

Í Gana, fyrir þrjátíu árum, kom ungur háskólanemi, Doe að nafni, í samkomuhús SDH í fyrsta sinn. Vinkona hafði boðið Doe að koma með sér og Doe varð forvitin og vildi vita hvernig kirkjan væri.

Fólkið þar var svo vingjarnlegt og hjartahlýtt að hún komst ekki hjá því að velta fyrir sér: „Hverskonar kirkja er þetta?”

Doe varð svo hrifin að hún ákvað að læra meira um kirkjuna og meðlimi hennar, sem nutu svo mikillar gleði. Um leið og hún gerði það, tóku umhyggjusamir fjölskyldumeðlimir og vinir að gagnrýna hana fyrir það við hvert tækifæri. Þau sögðu hræðilega hluti um kirkjuna og gerðu hvað þeir gátu til að telja henni hughvarf.

Doe hafði hinsvegar hlotið vitnisburð.

Hún hafði trú og elskaði fagnaðarerindið, sem gerði líf hennar gleðiríkt. Hún fór því ofan í skírnarvatnið.

Eftir það sökkti hún sér niður í trúarnám og bænagjörð. Hún fastaði og leitaði áhrifa heilags anda í lífi sínu. Af því leiddi að vitnisburður og trú Doe uxu og urðu sterkari og rótfastari. Loks ákvað hún að fara í trúboð og þjóna Drottni þannig.

Eftir að hún koma úr trúboði sínu, fór hún á stefnumót og giftist fyrrverandi trúboða – einmitt þeim sem hafði skírt hana mörgum árum áður – og síðar voru þau innsigluð í musterinu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Mörg ára hafa liðið frá því að Doe Kaku upplifði fyrst gleði fagnaðarerindis Jesú Krists. Á þeim tíma hefur lífið ekki alltaf verið ljúft og slétt fyrir hana. Hún hefur upplifað sinn hluta af sorg og örvæntingu, þar með talið missi tveggja barna – en sú sorg hvílir enn þungt á hjarta hennar.

Hún og eiginmaður hennar, Anthony, fundu hins vegar styrk í hvort öðru og sínum ástkæra himneska föður, sem þau elska af öllu hjarta.

Í dag, 30 árum eftir að hún steig ofan í skírnarvatnið, hefur systir Kaku nýlega lokið öðru trúboði – í þetta sinn við hlið eiginmanns síns, sem var trúboðsforseti í Nígeríu.

Þeir sem eru kunnugir systur Kaku, segja hana búa yfir sérstökum töfrum. Það geislar af henni. Það er erfitt að verja tíma með henni án þess að upplifa aukna gleði.

Vitnisburður hennar er öruggur: „Ég veit að frelsarinn lítur á mig sem dóttur sína og vin (sjá Mósía 5:7; Eter 3:14),” sagði hún. „Ég er að læra og keppast við að vera líka vinur hans – ekki aðeins með því sem ég segi, heldur líka með því sem ég geri.“

Við erum lærisveinar

Saga systur Kaku er lík margra annarra. Hún þráði að þekkja sannleikann, greiddi gjaldið til að öðlast andlegt ljós, sýndi Guði og samferðafólki sínu kærleika og upplifði þrautir og þjáningar samhliða því.

Hún hélt hins vegar áfram að sækja fram í trú, þrátt fyrir andstreymi og sorg. Hún hélt líka gleði sinni, sem ekki er síður mikilvægt. Henni tókst ekki aðeins að lifa með erfiðleikunum, heldur líka að vaxa af þeim!

Saga hennar er áþekk minni og þinni.

Sjaldnast er ferð okkar slétt og áfallalaus.

Við upplifum öll okkar sorgir og vonbrigði.

Stundum verðum við jafnvel kjarklaus og buguð.

Þeir sem hins vegar lifa lífi lærisveinsins – sem eru trúfastir og sækja fram í trú; sem setja traust sitt á Guð og halda boðorð hans;1 sem lifa dag hvern og stund hverja eftir fagnaðarerindinu; sem þjóna samferðafólki sínu og gera eitt kærleiksverk í einu – eru oft þeir sem koma miklu til leiðar með sínum yfirlætislausu verkum.

Þeir sem eru örlítið vingjarnlegri, örlítið fúsari til að fyrirgefa og örlítið miskunnsamari, eru þeir sem njóta munu miskunnar.2 Þeir sem bæta heiminn, gera eitt kærleiksverk í einu, og keppa að því að lifa blessuðu, gleðiríku og friðsömu lífi lærisveins Jesú Krists, eru þeir sem að lokum hljóta gleði.

Þeir mun vita að „elska Guðs, sem breiðir úr sér í hjörtum mannanna barna … er … eftirsóknarverðust af öllu og … færir sálinni mesta gleði.“3