2017
Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn
September 2017


Æskufólk

Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn

Hvernig hefur spámaður okkar, Thomas S. Monson forseti, haft áhrif á ykkur? Hvað finnst ykkur minnistæðast um hann? Íhugið að skrifa um Monson forseta og líf hans í dagbókina ykkar – líkt því sem hann skrifaði í þessum boðskap um áhrif hvers spámanns sem honum eru minnisstæð.

Þið gætuð líka valið eftirlætis tilvitnun frá honum, skrifað hana og sett á áberandi stað, líkt og í námsmöppu eða sem áminningu í herbergi ykkar. Þið gætuð jafnvel búið til mynd með tilvitnun og haft hana sem bakgrunn í símanum ykkar. Í hvert sinn sem þið sjáið tilvitnunina, gætuð þið ígrundað mikilvægi lifandi spámanns og minnst þess að hann er hér til að elska og leiða okkur.