2017
Eitt í hjarta
September 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, september 2017

Eitt í hjarta

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á tilgangi Líknarfélagsins búið dætur Guðs undir blessanir eilífs lífs?

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

„Og Drottinn nefndi þjóð sína Síon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar.“HDP Móse 7:8). Hvernig getum við orðið eitt?

Öldungur M. Russell Ballard, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Í miðju enska hugtaksins atonement (friðþæging) má finna hugtakið one (eitt). Ef allir menn áttuðu sig á þeirri merkingu, þá myndum við bera umhyggju fyrir hverjum einstökum, burt séð frá aldri, kynþætti, kyni, trúarbrögðum eða félaglegri eða efnahagslegri stöðu. Við myndum keppa að því að líkja eftir frelsaranum og aldrei sýna öðrum óvinsemd, skeytingaleysi, ókurteisi eða tillitsleysi.“1

Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi Æðsta forsætisráðsins, kenndi: „Þar sem fólk hefur andann með sér, má vænta einingar. … Andi Guðs veldur aldrei sundrungu (sjá 3 Ne 11:29). … Ávöxtur hans er persónulegur friður og eining og samkennd með öðrum.“2

Carole M. Stephens, sem þjónaði sem fyrsti ráðgjafi í forsætisráði Líknarfélagsins, ræddi um áskoranir fjölskyldunnar og sagði: „Sjálf hef ég aldrei upplifað hjónaskilnað, sársauka og óöryggi þess að vera yfirgefin, eða þá ábyrgð sem fylgir því að vera einstæð móðir. Ég hef ekki upplifað barnsmissi, ófrjósemi eða samkynhneigð. Ég hef ekki þurft að þola misnotkun, þrálátan sjúkdóm eða fíkn. Þetta hefur ekki verið það sem ég hef þurft að takast á við.

„… Ég hef þó fyrir eigin þrautir og þjáningar … orðið vel kunnug Honum, sem vissulega skilur. … Auk þess hef ég upplifað allar áður upptaldar jarðneskar þrautir í gegnum sjóngler dóttur, móður, ömmu, systur, frænku og vinar.

Tækifæri okkar sem dætur Guðs, er halda eigin sáttmála, er ekki bara að læra af okkar eigin áskorunum, heldur að sameinast í samkennd og samúð, er við styrkjum aðra í fjölskyldu Guðs í erfiðleikum þeirra.“3

Fleiri ritningagreinar og upplýsingar

Jóh 17:20–23; Efe 4:15; Mósía 18:21–22; 4 Ne 1:15;

reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. M. Russell Ballard, „The Atonement and the Value of One Soul,“ Liahona, maí 2004, 86.

  2. Henry B. Eyring, „That We May Be One,“ Ensign, maí 1998, 67.

  3. Carole M. Stephens, „The Family Is of God,“ Liahona, maí 2015, 11–12.