2018
Af hverju leyfir Guð stríð?
April 2018


Kjarni málsins

Af hverju leyfir Guð stríð?

Ljósmynd
soldiers

Ljósmyndir frá Getty Images

Stríð á þessari jörðu hefur verið hluti af sögu mannkyns næstum frá upphafi. Drottinn, Friðarprinsinn, vill ekki að við heyjum stríð við hvert annað. Hann grætur þegar menn kjósa að elska ekki hver annan og „eru án ástúðar og hata sitt eigið blóð“ (HDP Móse 7:33), og spilla jörðunni með ofbeldi (sjá 1 Mós 6:11–13). Þeir sem í ranglæti innleiða stríð á jörðu, munu dæmdir fyrir gjörðir sínar.

Drottinn hefur boðið fólki sínu: „Hafnið … stríði og boðið frið“ (K&S 98:16). Drottinn hefur þó líka sagt, er þjóðir taka upp vopn gegn hver annarri, að stundum sé það réttlætanlegt við að verja fjölskyldur okkar, þjóðir og frelsi gegn eyðileggingu, alræði og ánauð (sjá Alma 43:47; Alma 46:12–13; K&S 134:11). Þeir Síðari daga heilagir sem eru í herþjónustu landa sinna eru að viðhalda reglunni um að „lúta konungum, forsetum, stjórnendum og yfirvöldum“ (Trúaratriðin 1:12).