Námshjálp
ÞJS, Lúkas 3


ÞJS, Lúkas 3:4–11. Samanber Lúkas 3:4–6

Kristur mun koma, eins og spáð var, til að færa Ísrael og Þjóðunum sáluhjálp. Í fyllingu tímanna mun hann koma aftur til að dæma heiminn.

4 Eins og ritað er í bók Jesaja spámanns, og þetta eru orðin er segja: Rödd hrópandans í eyðimörk: Greiðið veg Drottins og gjörið beinar brautir hans.

5 Því að sjá og tak eftir, hann mun koma, eins og ritað er í bók spámannanna, til að bera burtu syndir heimsins og til að færa heiðnum þjóðum hjálpræði, til að safna saman þeim sem týndir eru, sem eru úr hjörð Ísraels —

6 Já, jafnvel hinum dreifðu og aðþrengdu. Og einnig til að greiða veginn og gjöra mögulega boðun fagnaðarerindisins til Þjóðanna —

7 Og til að vera ljós öllum sem í myrkri sitja, til ystu marka jarðar; til að gjöra upprisuna frá dauðum að veruleika og til að stíga til upphæða og dvelja til hægri handar föðurnum —

8 Fram að fyllingu tímanna, og lögmálið og vitnisburðurinn mun innsiglað, og lyklar ríkisisins verða enn á ný afhentir föðurnum —

9 Til að miðla réttlæti til allra, koma niður með dóm yfir alla, og sannfæra alla hina óguðlegu um óguðleg verk þeirra, sem þau hafa unnið. Og allt þetta á þeim degi sem koma skal —

10 Því að það er dagur máttarins, já, allir dalir skulu fyllast, öll fell og hálsar lægjast. Krókar skulu beinir verða og óvegir sléttar götur —

11 Og allt hold mun sjá hjálpræði Guðs.

ÞJS, Lúkas 3:19–20. Samanber Lúkas 3:10–13

Annast er um hina fátæku með gnægð fjárhirslanna. Tollheimtumennirnir (skattheimtumenn) ættu ekki að taka meira en lögbundið er.

19 Þér er það vel kunnugt Þeófílus, að samkvæmt hefð Gyðinganna og lögmálum þeirra við að meðtaka fé inn í fjárhirslurnar, að það var úr gnægð þess sem meðtekið var, sem hinum fátæku var úthlutað, hverjum manni sínum hluta.

20 Það var á sama máta sem skattheimtumennirnir gjörðu hið sama, því sagði Jóhannes við þá: Heimtið ekki meira en fyrir yður er lagt.