2016
Eru fyrirmælin auðskiljanleg?
April 2016


Hugleiðingar

Eru fyrirmælin auðskiljanleg?

Höfundurinn, sem bjó í Kolarado, Bandaríkjunum, lést á síðasta ári.

Hjólreiðaferð sannfærði mig um að nauðsynlegt væri að gæta stöðugt að vegvísi Drottins fyrir lífið.

Ljósmynd
bike riding through France

Fyrir nokkrum árum fór ég í hjólreiðaferð í Frakklandi með systur minni, mágkonu og dóttur hennar. Hvern morgun voru okkur fengnar þrjár síður með nákvæmum leiðbeiningum um hvernig komast ætti á áfangastað þess dags. Er við hjóluðum um vínekrur sögðu leiðbeiningarnar kannski að við ættum að „fara 50 metra norður, síðan beygja til vinstri og fara áfram 100 metra.“ Oftar en ekki tilgreindu leiðbeiningarnar merki eða tákn og götunöfn.

Morgun einn hjóluðum við eftir fallegum vegi en áttuðum okkur fljótt á því að svæðið var ekki lengur í samhljóm við leiðbeiningarnar. Þar sem við höfðum villst, ákváðum við að fara til baka á þann stað sem við vissum að var hluti af leiðinni, til að reyna að finna réttu stefnuna.

Þegar við komum þangað fundum við vissulega lítið vegskilti sem tilgreint var í leiðbeiningum sem okkur hafði yfirsést. Brátt vorum við aftur á réttri leið og fylgdum leiðbeiningunum að nýju, sem nú voru auðskildar.

Þessi reynsla varð mér að lexíu og svaraði spurningu sem ég hafði brotið heilan um: Af hverju villist fólk frá þegar það hefur hlotið vitnisburð um fagnaðarerindið? Mér varð ljóst að þegar við breytum út af réttri stefnu með því að syndga eða láta hjá líða að halda boðorð Guðs, verða leiðbeiningarnar, eða orð Guðs, illskiljanlegar. Svæðið sem við erum á er í ósamhljóm við vegvísinn. Ef við höfum ekki villst of langt af leið, gæti runnið upp fyrir okkur að við höfum gert mistök og þurfum að snúa við, eða iðrast, og einsetja okkur aftur að lifa eftir leiðbeiningum Guðs, sem við vitum að vísa okkur rétta leið.

Of oft efumst við um leiðbeiningarnar þegar þær eru í ósamhljóm við stöðu okkar sjálfra. Í stað þess að fara aftur til baka, þá skellum við skuldinni á leiðbeiningarnar og höfnum þeim síðan algjörlega. Þegar við höfum svo endanlega misst sjónar á ákvörðunarstað okkar, verðum við áttavillt og leitum leiða sem þá stundina sýnast aðlaðandi, en koma okkur ekki þangað sem við þurfum að fara.

Dag hvern eigum við kost á að læra ritningarnar. Á sex mánaða fresti gefst okkur kostur á að hlýða á aðalráðstefnu kirkjunnar. Eru þetta ekki tækifæri til að skoða vegvísinn okkar og ganga úr skugga um að við séum á réttri leið? Þegar ég var eitt sinn á aðalráðstefnu fannst mér að við gætum vitað að við værum stödd á hinum rétta vegi, þrátt fyrir ófullkomleika okkar, ef þessar leiðbeiningar væru okkur auðskildar?

Þótt stefna okkar sé rétt og leiði okkur á áfangastaði þessa lífs, þá getum við metið stefnu okkur, ef við lærum ritningarnar og hlítum leiðsögn lifandi spámanna, og leiðrétt hana ef þörf krefur, svo við náum að lokum til okkar himnesku heimkynna.