2016
Kennið þeim að lesa Mormónsbók
April 2016


Frá Síðari daga heilögum

Kennið þeim að lesa Mormónsbók

Emilien Rioux, Quebec, Kanada

Þegar við þjónuðum í Genf trúboðinu í Sviss, var ég kallaður og settur í embætti sem greinarforseti og eiginkona mín var kölluð sem Líknarfélagsforseti. Saman lögðum við hart að okkur við að blása lífi í greinina sem átti í erfiðleikum. Þótt hún hafi verið stofnuð árið 1960, hafði engin skírn verið í greininni árum saman og trúboðar höfðu ekki komið frá henni í 15 ár.

Augljóst var að við þurftum hjálp Drottins við að leysa hinn mikla vanda sem greinin stóð frammi fyrir. Eftir að ég hafði beðist fyrir varðandi erfiðleika greinarinnar, sagði andi Drottins við mig: „Kenndu meðlimunum að lesa Mormónsbók og þú munt sjá árangur.“

Við gerðum þegar í stað áætlun um að fá meðlimina til að lesa Mormónsbók.

Undraverður árangur náðist. Andi friðar og kærleika fyllti greinina. Nýjar fjölskyldur gengu í kirkjuna. Ungur maður fylgdi þrá sinni til þjónustu og fór í trúboð. Nokkur hjónabönd styrktust og fjölskyldur urðu nánari. Í dag tekur greinin stöðugum framförum.

Við og meðlimir greinarinnar urðum af eigin raun vitni að hinum undursamlega mætti Mormónsbókar. Hún er sannlega burðarsteinn trúar okkar og vitnisburðar um fagnaðarerindið og Jesú Krist. Hún er okkur innilega kær. Hún er uppspretta óendanlegrar og óbreytanlegrar þekkingar.

Af þessari reynslu lærðist okkur að Mormónsbók er öflugasta verkfærið til að hjálpa bræðrum okkar og systrum að komast undan hinu andlega myrkri sem grúfir yfir jörðunni. Bókin færir frið, gleði, hamingju og djúpa þrá til að fylgja frelsaranum Jesú Kristi.