2016
Þótt þú sért óframfærinn
April 2016


Þótt þú sért óframfærinn

Setjið traust ykkar á Drottin og hann mun blessa ykkur við að miðla fagnaðarerindinu.

Ljósmynd
shy missionary

Þegar ég hafði rétt hafið störf sem trúboðsforseti í Brasilíu, átti ég viðtal við nokkra öldunga. Ég bað einn þeirra að segja mér frá sjálfum sér.

„Ég er afar óframfærinn,“ sagði hann. Hann hafði áhyggjur af því að það yrði honum til trafala í þjónustu hans.

Ég spurði: „Trúir þú að Drottinn geti hjálpað þér að verða góður trúboði, þrátt fyrir þetta?“

„Ég trúi að Drottni sé allt mögulegt.“

„Fáðu hann þá til að hjálpa þér. Ertu fús til að gera það.“

„Ég skal gera það,“ sagði hann.

Ég verð að játa að þegar hann fór í burtu, hugsaði ég með mér: „Ég vona að honum takist þetta.“

Vikur liðu og að því kom að sömu trúboðarnir áttu aftur viðtal við mig. Í þetta sinn sagði félagi hins óframfærna trúboða: „Forseti, ég veit ekki hvað ykkur fór á milli, en það hafði vissulega áhrif. Hann nýtur þess að tala við fólk.“ Ég hlakkaði því til að ræða við hann aftur.

Þegar hann kom inn í skrifstofuna mína, horfði hann niður fyrir sig.

„Ég færi þér góðar fréttir,“ sagði hann. „Ég er enn óframfærinn, en ég bað Drottin um hjálp. Eftir það opnaði ég munninn og tók að tala. Og veistu hvað? Ég geri það nú öllum stundum. Ég man jafnvel ekki það sem ég segi. Hið dásamlega er, að fólk hefur unun af því. Það skynjar andann. Það skilur mig og skynjar það sem ég þarf að segja því.

Ég undraðist að sjá hinar miklu framfarir trúboðans, eftir að hann hafði sett traust sitt á Drottin. Hann varð öflugt verkfæri í að færa mörgum hamingju.

Sigrast á ótta

Stundum verður okkur órótt við að segja öðrum frá fagnaðarerindinu, Drottinn mun liðsinna okkur, ef við setjum traust okkar á hann, líkt og sannaðist á þessum óframfærna trúboða. Heilagur andi mun hjálpa okkur að vita hvað segja skal (sjá 2 Ne 32:2–3) og þegar fólk skynjar andann, verða viðbrögðin oft jákvæð. Áhugi margra mun vakna á því sem við trúum og þeir vilja vita meira.

Mikil gleði

Ég ber vitni um að himneskur faðir mun liðsinna okkur í þeirri viðleitni að miðla fagnaðarerindinu og við munum upplifa mikla gleði við að gera það. Sú gleði verður í raun ekki aðeins okkar í þessu lífi, heldur líka í því næsta. (Sjá K&S 18:16.) Það er góð ástæða til þess stíga út úr þægindarhring okkar og láta að okkur kveða, jafnvel þótt við séum óframfærin.