2010–2019
Gefa Guði hjarta okkar
Október 2015


Gefa Guði hjarta okkar

Við lærum um leið Guðs og finnum vilja hans þegar við hlustum á andann.

Öldungur Dallin H. Oaks ræddi, á aðalráðstefnu í apríl, um þörfina á því„að bæta líf okkar.“1 Ég legg til að persónuleg breyting hefjist með umbreytingu hjartans – sama hvar þú ert í lífinu eða hvar þú fæddist.

Ég kem frá suðuríkjunum í Bandaríkjunum og í æsku minni voru það orðin úr gömlum sálmi mótmælenda sem kenndu mér um hið sanna lærisveinshjarta – hjarta sem hefur verið umbreytt. Hugleiðið þennan texta sem er mér svo kær:

Verði það sem þú vilt, Drottinn!

Verði það sem þú vilt!

Þú ert hinn mikli leirkerasmiður;

ég er hinn ómótaði leir.

Farðu um mig höndum,

að eigin vilja,

meðan ég hinkra,

hlýðinn og hljóður.2

Hvernig getum við, upptekið og annasamt nútíma fólk verið hlýðin og hljóð? Hvernig látum við leið Drottins verða okkar leið? Ég tel að við hefjumst handa með því að læra um hann og biðja um skilning. Þegar taust okkar á hann tekur að vaxa, þá munum við opna hjörtu okkar, leita vilja hans og bíða eftir svörum, sem hjálpa okkur að skilja.

Umbreyting míns hjarta hófst þegar ég var 12 ára gömul og tók að leita Guðs. Eina bænin sem ég í raun kunni var Faðir vorið3 . Ég man eftir að hafa kropið og vonast til að finna fyrir elsku hans er ég spurði: „Hvar ertu, himneski faðir? Ég veit að þú hlýtur að vera þarna einhvers staðar, en hvar?“ Ég spurði í gegnum öll unglingsárin. Ég fékk nasarsjón af raunveruleika Jesú Krists en í visku sinni lét himneskur faðir mig leita og bíða í 10 ár.

Bið mín endaði árið 1970 þegar trúboðarnir kenndu mér um sáluhjálparáætlun föðurins og friðþægingu frelsarans. Ég tók fagnandi á móti þessum sannleika og tók skírn.

Ég, eiginmaður minn og börn okkar, völdum eftirfarandi sem slagorð fjölskyldunnar, byggt á þessari þekkingu á miskunn og krafti Drottins: „Allt mun ganga upp.“ En hvernig getum við sagt þessi orð við hvort annað þegar erfiðar raunir skella á og svör eru ekki reiðum höndum?

Þegar hin dásamlega og verðuga 21 árs gamla dóttir okkar, Georgia, var lögð inn á bráðamóttöku eftir hjólreiðaslys, þá sagði fjölskylda okkar: „Allt mun ganga upp.“ Ég flaug strax frá trúboði okkar í Brasilíu til Indianapolis í Indiana, Bandaríkjunum, til að vera með henni, ríghaldandi í slagorðið okkar. Okkar ástkæra dóttir andaðist hins vegar örfáum klukkustundum áður en flugvélin mín lenti. Hvernig gátum við horft á hvort annað, meðan sorg og söknuður flæddi yfir fjölskyldu okkar eins og fljót, og enn sagt: „Allt mun ganga upp“?

Í kjölfarið á líkamlegum dauða Georgiu voru tilfinningar okkar meyrar, þetta voru erfiðir tímar og enn í dag koma stundum tímabil mikillar sorgar, en við höldum fast í þann skilning að engin deyi í raun. Þrátt fyrir sálarkvöl okkar, sem kom þegar líkami Georgiu hætti að virka, þá trúum við því að hún hafi haldið áfram að lifa sem andi og við trúum að við munum vera með henni að eilífu ef við höldum musterissáttmála okkar. Trú á endurlausnara okkar og upprisu hans, trú á prestdæmiskraft Guðs og trú á eilífar innsiglanir gera okkur kleift að fara með slagorðið okkar af sannfæringu.

Gordon B. Hinckley sagði: „Ef þið gerið ykkar besta þá mun allt ganga upp. Setjið trú ykkar á Guð. … Drottinn mun ekki yfirgefa okkur.“4

Slagorð fjölskyldu okkar er ekki: „Allt mun ganga upp núna. “ Slagorðið fjallar um von okkar um eilífa niðurstöðu – ekki endilega núverandi stöðu. Ritningarnar segja: „Leitið af kostgæfni, biðjið ávallt og trúið, og allt mun vinna saman að velfarnaði yðar.“5 Þetta þýðir ekki að allt gott, heldur munu – bæði jákvæðir og neikvæðir þættir – vinna saman að velfarnaði hinna bljúgu og trúföstu, að tímasetningu Drottins. Við vonum a hann, stundum eins og Job í þjáningum sínum, vitandi að Guð særir „en bindur og um, hann slær, og hendur hans græða.“6 Bljúgt hjarta tekst á við erfiðleikana og bíður þess að lækning og bati hljótist.

Við lærum um leið Guðs og finnum vilja hans þegar við hlustum á andann. Ég hef komist að því á sakramentissamkomu, sem ég kalla hjarta hvíldardagsins, að gott er, eftir að beðið er um fyrirgefningu, að spyrja himneskan föður: „Er þar eitthvað annað?“ Þegar við erum hlýðin og hljóð, getum við hugsað um eitthvað annað sem við þurfum að laga – eitthvað sem takmarkar getu okkar til að taka á móti andlegri leiðsögn eða jafnvel lækningu og hjálp.

Ég gæti t.d. verið með vandlega falda gremju gagnvart einhverjum. Þetta „leyndarmál“ kemur greinilega fram í hugann þegar ég spyr hvort það sé eitthvað annað sem þarf að játa. Í raun þá hvíslar heilagur andi: „Þú spurðir í hreinskilni hvort það væri eitthvað annað og hér er það. Gremja þín heldur aftur af framþróun þinni og eyðileggur getur þína til að upplifa eðlileg sambönd. Þú getur látið af henni.“ Ó, það er erfitt – vera má að við finnum réttlætingu fyrir andúð okkar – en að gefa sig að hætti Drottins er eina leiðin að varanlegri hamingju.

Með tímanum og smám saman hljótum við náðsamlegan styrk hans og leiðsögn – sem kann að færa okkur reglulega til musterisins eða til að nema á djúpstæðari hátt friðþægingu frelsarans eða ráðgast við vin, biskup, fagráðgjafa eða jafnvel lækni. Græðsla hjarta okkar hefst þegar við felum okkur Guði og tilbiðjum hann

Sönn tilbeiðsla hefst þegar hjarta okkur er á réttum stað gagnvart föðurnum og syninum. Hvert er ástand hjarta okkar í dag? Þetta er þversagnakennt, en til þess að hafa gróið og trúfast hjarta, þarf það fyrst að vera sundurkramið frammi fyrir Drottni. „Þér skuluð bjóða mér sem fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda,“7 segir Drottinn. Við hljótum þá andlegu leiðsögn sem við þörfnust þegar við færum Drottni hjarta okkar.

Eftir því sem skilningur okkar á náð og miskunn Drottins vex þá skynjum við að hið einþykka hjarta okkar tekur að bresta og brotna í þakklæti. Síðan komum við til hans og þráum að tengjast hinum eingetna syni Guðs. Við hljótum nýja von og leiðsögn heilags anda með því að koma til hans með sundurkramið hjarta.

Ég barðist við að spyrna gegn minni stundlegri þrá til að fara mína leið, og hef að lokum öðlast þann skilning að mín leið er mjög svo takmörkuð og lakari en leið Jesú Krists. „Í honum finnum við hamingju í þessu lífi og eilíft líf í því næsta.“8 Getum við elskað Jesú Krist og leiðina hans meira en við elskum okkur sjálf og eigin málefni?

Sumir telja sig hafa brugðist of mörgum sinnum og finnst þeir vera of veikir til að breyta syndsamlegri hegðun sinni eða veraldlegum þrám hjartans. Hins vegar erum við, sem sáttmálslýður Ísraels, ekki bara að reyna stöðugt á eigin spýtur. Ef við einlæglega nálgumst Guð, þá mun hann meðtaka okkur eins og við erum – og gera okkur meiri en við getum nokkru sinni ímyndað okkur. Þekktur guðfræðingur, Robert L. Millet hefur skrifað um „hina heilnæmu löngun“ til að verða betri, í hlutfalli við hina andlegu „fullvissu um að það sé hægt í og með Jesú Kristi.“9 Hafandi þennan skilning, þá getum við sagt við himneskan föður:

Ó, Drottinn minn, Guð minn, ég þjóna þér,

og þinni rödd hlýða ber,

ég veit að höndin þín hjálpar mér,

og verk mín þér stjórnast af.10

Þegar við færum Jesú Kristi sundurkramið hjarta okkar, þá meðtekur hann fórnina. Hann tekur okkur í sátt. Það skiptir engu hvað við höfum misst, hver sár okkar eru, eða höfnunin er mikil sem við höfum upplifað, náð hans og lækningarmáttur er öflugri. Við getum, þegar við höfum sannlega tengst frelsaranum, sagt af fullvissu: „Allt mun ganga upp.“ Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Dallin H. Oaks, “The Parable of the Sower,” Ensign eða Liahona,  maí 2015, 32.

  2. “Have Thine Own Way, Lord,” The Cokesbury Worship Hymnal, nr. 72.

  3. Sjá Matt 6:9–13.

  4. Gordon B. Hinckley, Jordan Utah South regional conference, priesthood session, 1. mar. 1997; sjá einnig “Excerpts from Addresses of President Gordon B. Hinckley,” Ensign, okt. 2000, 73.

  5. Kenning og sáttmálar 90:24.

  6. Job 5:18.

  7. 3 Ne 9:20.

  8. „The Living Christ: The Testimony of the Apostles,“ Ensign eða Liahona, apríl 2000, 3, leturbreyting hér.

  9. Robert L. Millet, After All We Can Do: Grace Works (2003), 133.

  10. „Ég fer hvert sem vilt að ég fari,“Sálmar, nr. 104.