2015
Setjið eldsneyti á kyndilinn ykkar: 30 daga áskorun
október 2015


Æskufólk

Setjið eldsneyti á kyndilinn ykkar: 30 daga áskorun

Hin önnum kafna æska í kirkjunni getur auðveldlega festst í viðjum vanans, einkum hvað varðar hið andlega. Við lesum ritningarnar okkar, biðjum og tilbiðjum næstum alla daga, endurtekið á sama hátt, og furðum okkur síðan á því hvers vegna við séum í andlegri lægð.

Ein besta leiðin til að halda kyndli okkar logandi og björtum er að tryggja að við eigum innihaldsríkar and-legar upplifanir. Það er þó auðveldara sagt en gert, og því eru hér nokkrar ábendingar til að auðveldar ykkur að taka andlegum framförum: Hugsið um trúarlega breytni sem þið hafið ekki gert áður (eða næstum aldrei) og einsetjið ykkur að gera hana dag hvern í mánuð. Þið getið byrjað hægt, því þið munuð komast að því að auðveldara er að gera litlar breytingar að varanlegum. Að gera eitthvað sem er utan okkar andlega þægindaramma, getur krafist aukinnar trúar og áreynslu af okkar hálfu, en þegar við gerum það, löðum við heilagan anda að okkur og sýnum sterkari trú á himneskan föður og þrá til að komast nær honum. Hér eru nokkrar ábendingar sem byrja má á:

  • Setjið ykkur markmið um að biðjast fyrir kvölds og morgna. Reynið að biðjast fyrir upphátt.

  • Vaknið 15 mínútum fyrr og lesið ritningarnar áður en þið farið í skólann.

  • Lesið ræður síðustu aðalráðstefnu.

  • Póstið ritningarvers úr Mormónsbók í samfélagsmiðla.

  • Hlustið á sálma eða kirkjutónlist í stað ykkar hefðbundnu tónlistar.