2021
Þjóna samferðafólki okkar
Júlí 2021


Kom, fylg mér

Þjóna samferðafólki okkar

Kenning og sáttmálar 81–83

19.–25. júlí

Ljósmynd
a woman comforts another woman in a wheelchair

Myndskreytingar eftir J. Beth Jepson

„Styð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og styrk veikbyggð kné“ (Kenning og sáttmálar 81:5).

Thomas S. Monson forseti: Fyrirmynd þjónustu

Aldur þegar hann var kallaður sem biskup: 22

Fjöldi deildarmeðlima: yfir 1.000

Fjöldi ekkna í deild hans: 85

Öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni, sagði frá því hvernig Monson biskup annaðist ekkjurnar: „Margir vita kannski að hinn ungi biskup, Monson, varði viku af frítíma sínum um hver jól við að heimsækja allar þessar áttatíu og fimm ekkjur í deildinni hans. Margir vita kannski ekki að fyrstu árin var gjöfin sem hann færði þeim ein af … hænunum sem hann hafði alið upp og tekið úr eigin alifuglabúi.“1

Monson biskup sagði frá því hvernig hann hjálpaði öldruðum hjónum sem þurftu að mála heimilið sitt: „Á andartaks innblástursstund fannst mér ég ekki eiga að kalla öldungasveitina eða sjálfboðaliða til að nota málningarpenslana, heldur fylgdi ég velferðarhandbókinni og kallaði til fjölskyldumeðlimi sem bjuggu á öðrum svæðum. Fjórir tengdasynir og fjórar dætur tóku sér málningarpensla í hönd og tóku þátt í verkinu.“2 Innblásturinn varð til að endurtengja fjölskylduna og hjálpa þeim að annast betur um hvert annað.

Við getum ekki elskað Guð með sanni, ef við elskum ekki samferðafólk okkar í þessari jarðlífsferð.“3 – Thomas S. Monson forseti

Ljósmynd
article on ministering

Heimildir

  1. Jeffrey R. Holland, „President Thomas S. Monson: Man of Action, Man of Faith, Always ‚on the Lord’s Errand,‘“ Ensign, feb. 1986, 12–13.

  2. Thomas S. Monson, „The Bishop—Center Stage in Welfare,“ Ensign, nóv. 1980, 89.

  3. Thomas S. Monson, „Kærleikur – kjarni fagnaðarerindisins,“ aðalráðstefna, apríl 2014.